All posts by Heiða Björk

daglegt brauð

Nú er ég orðin ein af þessum manneskjum sem er með innlegg í skónum sínum. Innlegg í skóm, það er ég.
Síðustu vikur og – gott ef ekki – mánuði hef ég nefnilega þjáðst af skemmtilegu fyrirbæri kallað hefur verið þeim skemmtilegu nöfnum bólgin ilsin og tábergssig.. við þessu hef ég þurft að gleypa bólgueyðandi, hvíla mig og taka álagið af og núna, nýjasta nýtt, þurft að setja innlegg í skóna mína.
Það er allskostar fáránlegt að ganga með þessa furðulegu hluti í skónum mínum en ég vona að minnsta kosti að þetta nýtist mér í ræktinni. Þangað inn hef ég ekki stigið fæti nema einstöku sinnum síðan fyribærið margnefnda gerði vart við sig snemma í haust.. það kemur í ljós á morgun.

Sæta leikhúsmyndin var tekin af mér á laugardaginn þegar ég og Pétur fórum og að sjá Hamskipti í þjóðleikhúsinu. Það var alveg stórkostleg leiksýning sem allir hafa gott af að sjá..

Svo er það bara vinnan, “hvað er í matinn”?, rigningin, pésinn og glóinn sem eiga hug minn allan þessa dagana.. já og barcelona.. það styttist!

vúhú!!

Nýja vinnan mín er æðisleg!
vúhúú!

og vitið þið hvað? Við erum sko á leiðinni til Barcelona á árshátíð!! bara eftir þrjár vikur! vúhú!!
Ýkt gaman að vera ég þessa dagana..

nú er ég að elda yndislegan kjúklingarétt, búin að opna rauðvínsflöskuna, brauðið bakast í ofninum, kertaljós og rigning úti… gæti ekki verið yndislegra.. jú kanski ef ég væri nýbúin að þrífa alla íbúðina og setja hreint á rúmið, þá væri þetta fullkomið.. en iss.. hvenær er lífið svosem alveg fullkomið?

góða helgi gott fólk!