Jens,
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Ó Jens!
Jens,
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Ó Jens!
Lífið hélt áfram sinn vanagang eftir Reykjavíkurmaraþonið. Ég vaknaði bara daginn eftir og var ekki einusinni með harðsperrur! Þetta var alveg stórkostlega skemmtilegur dagur. Ótrúlega skemmtileg stemning í þessu hlaupi, hellingur af fólki að fylgjast með og hvetja mann áfram, berjandi í machintosh dollur og spilandi á gítara og ég veit ekki hvað og hvað. Líka alveg mögnuð tilfinning að hlaupa í markið. Eiginlega eins og maður væri í sjónvarpinu eða eitthvað, þetta var svo súrealískt. Fólk að kalla og hvetja og ég að spretta í mark eftir 10 km hlaup.. ansi furðulegt :o)
Pétur tók þessa fínu mynd af mér, þarna eru svona 2 km eftir í mark og ég bara létt á fæti :o)
Nú er ég hinsvegar að fara á kvöldvakt í vinnunni og kveð að sinni ..
Heiða langhlaupari
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Þar sem það er ekki á hverjum degi sem maður hleypur 12 kílómetra án þess að stoppa þá bara verð ég að monta mig smá.
Í dag hljóp ég 12 kílómetra án þess að stoppa! jibbý!! ég er langbest :o)
Ég var að sjálfsögðu með nýja flottu garmin gps hlaupagræjuna mína sem mælir fyrir mig hraða og fjarlægðir og púls og allt og svo get ég skoðað hlaupið mitt á korti þegar ég er komin heim.. algjört möst græja fyrir hlaupandi landfræðinga hehehe :o)
Þið getið skoðað hvað ég hljóp mongó langt á myndinni (guli ferillinn) og fyrir neðan er línurit yfir púlsinn minn. Ég byrjaði efst í fossvogsdalnum hjá Víkinga heimilinu og endaði hinumeginn við golfvöllinn úti á Nesi.. fjúh!
Ég er í vinnunni.
Auðvitað á ég ekkert að vera að blogga á meðan ég er í vinnunni en mér leiðist að hanga hérna ein og hafa engan til að tala við. Reyndar er ég búin að vera að tala við fullt af fólki í dag, en ekki núna síðasta hálftíman og það er eiginlega of mikil þögn hérna núna.
Ég er semsagt ein á vakt í vinnunni minni og hingað til er ýmislegt búið að koma upp. Ég er búin að eyða deginum í að…
…..finna farangur ítalska sérhópsins míns, en það vildi svo skemmtilega til að allar töskurnar þeirra (hópurinn inniheldur 23 ítali) týndust í fluginu þeirra til Íslands. Nú eru þau komin á Kirkjubæjarklaustur og ennþá vantar þrjá einstaklinga farangurinn sinn. Skemmtileg byrjun á fríi.
….. leita að einhverjum fána eða einhverju fáránlegu sem einhver þýsk kona gleymdi í rútunni sem hún var í í dag þegar hún fór í Bláa Lónið. Er ekki búin að finna þennan fána, sem er greinilega mjög mikilvægur fyrir konuna, en ég komst að því að hún verður aftr í sömu rútu á morgun og því ætti hún kanski bara eftir að finna hann sjálf? vona það..
….. aðstoða mann sem var bókaður á vitlaust hótel að komast á rétt hótel þar sem hann ætlar að gista á næstu vikuna. Þessi maður er svo að fara í þessar hefðbundnu ferðir út frá Reykjavík og þurfti ég því að breyta öllum bókunum sem ég var áður búin að gera..
….. nú var síminn að hringja rétt í þessu og rúta sem á að fara í langa hálendisferð með hópinn bræddi úr sér rétt í þessu og því þarf ég að redda hálandarútu fyrir sunnudaginn.. úfff… fokk, hvernig gerir maður það á föstudgaskvöldi þegar allar rútur eru uppbókaðar??
úff.. skemmtilegar þessar vaktir.. annað hvort er maður að redda einhverjum tittlingaskít eða einhverjum svakalegu disaster málum
sæl að sinni…
Heiða að prófa
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Massakúl gps hlaupagræjuna sína..
Nýbúin
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Að hlaupa 10 km! Langflottust!
… Þá er fjögurra daga sumarfríinu mínu lokið. Þó það hafi verið stutt, þá var það frábært! Hitti alla fjölskylduna á sama tíma á sama stað, tilefnið var ekkert nema bara að vera saman og það var æði. Ótrúlega gott veður, besta fólkið, góður húmor, frábær matur og yndisleg Nesjasveit. Takk fyrir samveruna elsku fjölskyldan mín. Þetta var æði og þið eruð best!
Pétur var duglegur að taka myndir og senda hingað á kúrbítinn, enda nýbúinn að kaupa sér svaka fínan síma með 3.0 mp myndavél. Um að gera að nota græjuna! Alltaf gaman að skoða myndir, ekki satt?
Núna er ég heima hjá mér með hausverk. Fékk þennan fína hausverk í gærkvöldi sem var ekkert að láta undan í nótt og ég vaknaði með hann aftur í morgun. Tók mér því veikindadag í vinnunni og ætla að mæta eldspræk í fyrramálið. Pétur er alveg rétt ókominn heim úr vinnunni sinni. Ég held hann ætli að koma færandi hendi með Potterinn. Hlakka svooo mikið til að lesa hana. Ég er ekki búin að þora að fara á netið í allan dag því ég er svo hrædd við spoilerana.. ætla sko ekki að láta eyðileggja fyrir mér lesturinn get ég sagt ykkur! Svo er nú stefnan að sjá myndina í vikunni líka. Næstu dagar verða undirlagðir af Harry Potter, ég er massa stressuð að vita hvað gerist… jibbý!!
Allir í göngu
Originally uploaded by kúrbítur púnktur net.
Svaka stuð