hæ, bara að koma helgi aftur.. haldiðasé..
Hef það bara gott hérna í vinnunni minni. Er að gæða mér á súkkulaði og drekka kaffibolla með því. Jamm ég er sko farin að selja eina tegund af súkkulaði hérna og ég er mjög ánægð/óánægð með það. Ég á í miklu love/hate sambandi við súkkulaði.. samt eiginlega bara love..
Í kvöld er stefnan tekin á Jónsmessu golfmót. Pétur ætlar að vera í teymi með Hjálmari. Þetta er sko þannig að hver golfari (Hjálmar) þarf að hafa með sér óreyndan “golfara” (Pétur) til þess að pútta fyrir sig. Það verður örugglega eitthvað skautlegt. Það er víst ekki óalgengt að golfararnir muni ekki eftri síðustu holunum á þessu móti.Ég er að vinna til níu í kvöld en ætla svo að skella mér með henni Möttu að fylgjast með þessu. Ég verð svo að vinna bara um helgina þanig að ég stend ekkert í neinum stórræðum.. enda enginn tími til þess á meðan HM er í gangi.
All posts by Heiða Björk
Myndabloggið mitt
Ég var alveg að gleyma því að ég á myndablogg. Er að spá í að nota það soldið í sumar.. Til dæmis erum við að fara í ferðalag eitthvað austur á eftir og þá er aldrei að vita nema ég smelli inn nokkrum myndum………
játs og það eru alls 3 klst og 49 mín þangað til ég fer í helgarfrí.. vúhú!
Gaman í vinnunni
Þetta getur verið ansi skemmtielgt djobb.
Túristar eru mjög misjafnir og skiptist það ekkert eftir þjóðernum eins og svo margir segja. Allavega hefur það ekki verið mín reynsla. Ég hef rekist á marga skemmtielga þjóðverja til dæmis. Sumir túrstar eru ótrúlega sjálfbjarga og redda öllu sínu sjálfir. Hafa allar uopplýsingar á hreinu. Aðrir eru ótrúlega ósjálfbjarga og það þarf að gefa þeim mikla þjónustu, gera allt fyrir þá.
Hjá mér áðan voru tveir ítalskir stúdentar. þeir voru örugglega í ósjálfbjarga hópnum. Þeir vissu eiginlega ekki neitt. Voru ekki búnir að kynna sér neitt hvað er í boði á svæðinu og ekki búnir að skoða hvar þeir ætluðu að gista. Þeir skildu til dæmis ekki afhverju það var eitthvað mál að fara í ferð til Kverkfjalla, hvort þeir gætu ekki bara farið sjálfir á jeppa, og skildu samt eiginlega ekki hvað væri að sjá þar. Ég var eitthvað að útskýra fyrir þeim allan jarðhitan og eldstöðvarnar undir jöklinum og hvernig hægt væri að sjá þessar miklu andstæður hita og kulda í Kverkfjöllum. Þeir héldu þá að það væri bara stanslaust eldgos og goshverir út um allt og vildu endilega sjá það!
Þeir voru með póstkort af einhverjum íshelli og spurðu mig hvernig þeir gæti farið í þennan helli og hvort það væri ekki hótel hjá þessum íshelli því hann væri svo flottur. Þeir voru ekki alveg að skilja að jökull er ís sem bráðnar..
Ég kynnti þeim að lokum hvað væri í boði og gat á endanum bókað fyrir þá tvennskonar ferðir á jökul og gistingu í tvær nætur. Þeir héldu samt í alvörunni að þeir myndu sjá bara allt sem er á öllum póstkortum og myndum í einni þriggja klukkustunda ferð..
æh greyin. þeir voru agætir. Mjög kurteisir og mikið fyrir snertingu. Alltaf að taka í hendina á mér og klappa mér og þakka mér fyrir.. Soldið skrítnir, en ágætir. Fóru mjög ánægðir út og spenntir fyrir næstu dögum.
Protected: Afmælisbarn
Ég skal segja ykkur það…
HM bara byrjað og ég er að missa af opnunarleiknum!! Hversu glatað er það?? Það hefur bara ekki gerst síðan ég man eftir mér. Þetta er uppáhalds sjónvarpsefnið mitt og ég er bara að missa af þessu. Missti meiraðsegja af opnunarhátíðinni. Ég verð samt að segja að ég er ekkert sérlega óhress með það. Það er ekki varið í neina opnunarhátíð sem Samúel Örn er ekki að lýsa. Hann á ófáa gullmolana þegar hann er að lýsa búningum og dansatriðum og sögunni á bakvið. Það er óborganlegt. Sammi.. sem er svo bara frammari. jahérna.
En já. HM. Æ lovitt. Held með Ítalíu að sjálfsögðu. Eins og alltaf. Það verða alltaf allir svo hneykslaðir á mér þegar ég segist halda með þeim. “þeir spila ömurlega leiðinlegan fótbolta” .. “eru ekkert nema sýndarmennskan” .. “þeir skora eitt mark og pakka svo bara í vörn” .. “þeir hugsa meira um að greiða sér en að spila fótbolta” .. “þú heldur bara með þeim því þeir eru svo sætir” .. Ýmislegt fleira í þessum dúr fær maður að heyra. Mér er alveg sama. Ég byrjaði að halda með Ítalíu þegar ég var lítil stelpa, þegar ég og Kolla systir horfðum alltaf á ítalska boltann þegar hann var sýndur á stöð tvö. Ég legg það nú ekki í vana að skipta um lið. Held bara með mínu liði sama hvernig gengur. Hvort sem liðsmennirnir eru sætir eða ljótir, spili varnarleik eða sóknarleik. Ég held bara með þeim. Kolla skilur mig. Við erum saman í liði.
Það er nú smat ótrúlega algengt að strákar haldi að stelpur horfi á fótbolta bara til að horfa á fallega karlmenn í góðu formi hlaupa. Það er ótrúlega mikill misskilningur. Það er nú enginn karlmaður það ómótstæðilega fallegur – tjah.. nema kanski Pétur – að nokkur kvenmaður haldi það út að horfa á hann í 90 mínútur bara til að dást að fegurð of limaburði.
En já… ígs! HM er byrjað!!!
“horrible weather indeed”
jæja fólk..
Sit hérna við nýja ‘frontdeskið’ í vinnunni. Er með hálsbólgu og kvef og svitna eins og mófó eftir verkjalyfið sem ég tók áður en ég kom. Að örður leiti er allt gott að frétta héðan úr ríki Vatnajökuls.
Afmælisdagurinn minn var í gær og var hann bara mjög notalegur og skemmtilegur. Ég tók aðeins til hendinni í garðinum, lá líka í sófanum og las í bók og skrapp út að skokka í góða veðrinu. Mamma keypti handa mér rjómatertu í bakaríinu og svo fékk ég hina fullkomni lambasteik í kvöldmatinn. Eftir kvöldmat fór ég út að leika með pésa og bræðrum mínum tveimur. Fórum út á íþróttavöll að kasta á milli hinum ýmsu kastleikföngum. Mjög skemmtiegt :o)
Í dag er rigning, túristunum til mikils ama. Það er ekkert svo kalt og eiginlega ekkert rok, þannig að mér finnst þetta bara notalegt. Ótrúlegt hvað túristunum finnst vera horrible weather …
Protected: Næstur..
Afmælisbarn!
Elli, skrítni “litli” bróðir minn á afmæli í dag. Ekki nóg með það þá var kláraði hann grunnskólann líka í dag. Sannkallaður stóráfangi í lífi ungs manns.. jájájá
Til hamingju með daginn elsku Elías Tjörvi!
Þessa stórglæsilegu ljósmynd tók ég sjálf af honum Ella mínum þegar hann var lítill gutti. Ekki nóg með það, heldur framkallaði ég hana líka sjálf í svona alvöru framköllunargræju og dífði ofan í allskonar bakka með allskonar vökvum og þannig í herbergi með rauðu ljósi. Gaman að segja frá því :o)
Eruð þið hress?
Jæja þá..
Er bara í ágætu geimi hérna á uppeldisstöðvunum. Hef það ljómandi gott. Er byrjuð á fullu í nýju vinnunni minni og finnst hún bara nokkuð skemmtileg, og verður bara skemmtilegri þegar traffíkin eykst og orðaforðinn kikkar inn. Getur verið ótrúlega erfitt að útskýra einfalda hluti þegar mann vantar réttu orðin..
Annars eru allir hressir.. Ég er hress, Elli er hress, mamma er hress, pabbi er hress, toggi er hress. allir hressir.
Borgarstjórinn er ekki hress. Borgarstjórinn er plebbi.
Persónulega fréttabréfið
Sæl og bless!
Svaka stuð á minni hérna í Hornafirðinum. Er enn og aftur orðin “grasekkja” hérna fyrir austan. Alltaf sami þvælingurinn á mér. Ætla að vera hérna í sumar og vinna, að þessu sinni á jöklasýningu og upplýsingamiðstöð ferðamanna. Er bara nokkuð spennt fyrir því. Mætti á vinnufund í dag og þetta leggst bara nokkuð vel í mig. Byrja á morgun með því að fara í ferðalag um sveitafélagið og kíkja á alla þessa helstu ferðamannastaði og þjónustur víðsvegar. Verður örugglega gaman. Held meira að segja að ég fari loksins í siglingu um Jökulsárlón, því þó svo að ég hafi keyrt þar fram hjá milljón sinnum þá hef ég aldrei tímt að splæsa í bátsferðina eða aldrei gefið mér tíma. Maður er ekkert voðalega mikið fyrir að stoppa á leiðinni þegar maður er að ferðast hérna á milli, eins og þið mörg þekkið. 
Dvölin hérna fyrir austan hefur verið ansi skemmtileg hingað til, þrátt fyrir vetrarveðrið. Stóri Litli bróðir útskrifaður með glans og sló hann upp þessari líka veglegu útskriftarveislu á laugardaginn sem breyttist svo í Eurovision partý þegar leið að kvöldi og í dansiball í stofunni þegar leið á nóttina. Mjög mikið fjör og fólk alveg í banastuði. Vöknuðu margir með ansi mikla strengi aftan á hálsi daginn eftir, en að sama skapi með mjög litla flösu.. Mikið af rokkurum hérna í Hraunhólnum 😉