All posts by Heiða Björk

öppdeit

Jæja krakkar mínir, nú er mál að kynna nýjungar hérna á kúrbítnum.
Fyrst ber að nefna hið stórskemmtilega og mjögsvosniðuga myndablogg sem ég hef sett upp hjá mBloggi símans. Þið finnið það hérna til hægri á síðunni, undir kúrbítnum. Lítið komið en verður meira og meira.. Þar fyrir neðan getið þið augum litið hvaða stórgóða tónlist læðist ljúflega um í hlustum okkar í það og það skiptið. Stórskemmtileg og mjögsvosniðug nýjung þó ég segi sjálf frá
Næst ber að nefna nokkra nýja stórskemmtilega og mjögsvosniðuga tengla. Nokkur blessuð börn á barnalandi. Funheitan tengil á heimasíðu hinnar stórgóðu hljómsveitar ANTIK sem er að gera það gott um þessar mundir. Einnig er kominn tengill á hið stórgóða félag framhaldsnema í jarðvísindum við HÍ er nefnist Folda.
Af okkur er annars allt fínt að frétta og við bæði í góðu duddi..

….

Ef einhver skyldi ennþá vera í óvissunni, þá heitir nýi guðsonur minn Unnar Tjörvi. Á myndinni er hann með hinni guðmóður sinni, henni Kollu. Mér sýnist hann nú samt vera að kalla á mig á þessari mynd.. æh hann er svo yndislegur :o)

tjahh..

Stundum er óþægilegt að vera stúdent í rannsóknarnámi. Það tekur á taugarnar og reynir á geðheilsuna. Ég þarf ekki að mæta í neina tíma. Það er enginn sem tékkar á því hvort ég mæti í skólann á hverjum degi. Ég er að vinna að verkefninu mínu sem ég valdi mér sjálf að gera og ber algjörlega ábyrgð á og það er bara fyrir mig gert. Það er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að láta allt annað en verkefnið ganga fyrir. taka sér smá frí og skreppa hingað og þangað og mæta bara stundum og allskonar svoleiðis. Þetta veldur því að skipulag verkefnisins fer í rúst og allt hleðst upp. Þá fer manni að fallast hendur og veit ekkert hvar maður á að byrja sem veldur því að maður byrjar kanski ekkert..

Agi er allt sem þarf.

Ég er ekki haldin miklum sjálfsaga.. ég er oft löt og hugsa “þetta reddast..” En sem betur fer er ég líka þrjósk og ég hætti yfirleitt aldrei. það er svooo glatað. Þrjóskan er það sem sparkar í rassinn á mér þegar allt er að keyra yfir um. Þá verð ég aftur dugleg. Allavega í smá stund..

Held stundum að ég hafi ekki verið að hugsa rökrétt þegar ég skráði mig í þetta nám :o)

Hekla

Um helgina heklaði ég 29 dúllur. Er að hugsa um að breyta fína dúlluteppinu mínu í rúmteppi. teppið er úr 192 dúllum en ég reikna með að þurfa að gera 300 dúllur í viðbót svo það sé nógu stórt fyrir rúmið sem er King Size. Fer nú létt með það. Það er frábært að hekla. Sérstaklega eitthvað svona sem maður má alltaf vera að skipta um lit og svona. Mjög þerapjútikk að hekla. Svo getur maður verið að gera svo margt annað á meðan maður heklar.. til dæmis horft á formúluna, hugsað málin og síðast en ekki síst, hlustað á tónlist og sungið með.. það er skemmtilegast.
játs..
fór í ræktina í morgun, klukkan sjö. Mjög dugleg. Dóri var líka í ræktinni. Hann tók bara á því held ég.

Hvimleitt

Á öllum klósettunum í Öskju er ilmandi rakspíralykt. Ekki mjög góð. Þessari lykt er sprautað úr sjálfvirkum sprautum sem er fyrir ofan hvert klósett og er ætlað að yfirgnæfa aðra lykt sem gæti orðið til við brúkun klósettanna. Það virðist vera sem það sé einhverskonar tímaskynjari sem stjórnar því hvenær þessi svakalega rakspíralykt sprautast út. Það er mjög hvimleitt að vera akkúrat stödd á klósettinu þegar þetta gerist því lyktin festist vel í nösunum á manni það sem eftir er dagsins. Þetta kom fyrir mig í dag. Vildi bara deila þessu með ykkur.
Er farin á bókasafnið..