All posts by Heiða Björk

Duglega stelpan og afmælisbarnið

Ég dreif mig sko í ræktina í morgun! var komin á fætur klukkan 06.51.. undur og stórmerki gerast enn. Ég veit ekki hvað kom yfir mig þegar 2006 skall á. Ég hef verið með eindæmum löt á það sem af er ársins. Sumir myndu kanski skella skuldinni á skammdegið (stuðlað) en ég er ekkert í þeim pakka.. ég á það til að vera löt. Þannig er það nú bara. Finnst gott að lesa fram á nótt og sofa frameftir. Þetta væri afsakanlegt ef ég væri nú að lesa einhver vísindi en þannig er það þvi miður ekki. Ég er bara stundum letingi og læt eftir mér ýmislegt sem mér þykir gott :o) Sem betur fer samt hafði talan á vigtinni ekki breyst síðan fyrir jól.. átti von á því að hún væri að taka stökk upp á við. sjúkk…
Yfir í allt annað…Ég tilkynni ykkur það með stolti að systir mín (og hetjan mín) hún Hrafnhildur á afmæli í dag! Til hamingju með daginn elsku Hrafnhildur, vonandi áttu yndislegan dag með yndislegu fjölskyldunni þinni *knús* Myndin er tekin 31. júlí 2005 fyrir utan Parken í Køben þar sem við systur bíðum eftir að sá U2.. Frábær dagur sem aldrei gleymist :o)

Helgin sem leið

hvar skal byrja.. ?
Það er svo mikið búið að gerast skemmtilegt siðustu daga að ég hef varla undan að upplifa. Mamma, pabbi og Elías komu í bæinn. Það var frábært að sjá þau og fá að hanga soldið með þeim. Ég eldaði með þeim gúllas á föstudaginn handa 13 svöngum Ungverjum. Það var gaman og heppnaðist bara vel. Ungverjunum fanst gúllasið gott, þó það væri ekkert líkt því sem þau kalla gúllas. Svo horfðum við á Idolið saman og það var mikið stuð.
Á laugardaginn var svo litla stelpan þeirra Möttu og Hjálmars skírð. Henni var gefið nafnið Elín Ása og það fer henni sérstaklega vel. Á milli skírnar og skírnarveislu brunuðum við ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum í Mosfellsbæinn og sáum þar Elías bróðir og Antik, hljómsveitina hans, taka þátt í söngvakepni Samfés. Þeir voru áberandi langflottasta atriðið. Hitt allt sökkaði í samanburði. Þeir fengu verðlaun fyrir besta frumsamda lagið og textann sem eru auðvitað langbestu verðlaunin. Ég var að sjá þá spila live í fyrsta skipti. Búin að sjá þá nokkrumsinnum á video en þetta var alveg geggjað. Ég var að springa úr monti! Hljómsveitin Wig Wam frá Norge var sérlega leynilegt skemmtiatriði á þessari söngvakeppni. Það var stuð að sjá þá. Eftir öll þessi læti fórum við svo í skírnarveisluna hennar Elínar Ásu og fengum okkur kaffi og kökusneið í rólegheitunum og spjölluðum.
Mamma, pabbi og Elías fóru svo aftur austur á Sunnudaginn. Ég og Pési tókum því bara rólega þann dag. Elduðum okkur svakelega góðan mat og fengum okkur hvítvín..

sjokkeruð

já ég er sjokkeruð!
LÍN var alls ekki að standa undir væntingum í þetta skiptið og ekki nemendaskrá heldur. Þetta tók mig ekki nema svona hálftíma að redda þessu. Fékk bara vottorðin, ekkert vesen.. fyllti svo bara út eyðublöðin, ekkert vesen.. skilaði þeim inn, ekkert vesen ?!?!? hvað á þetta nú að þýða?!?!?!?????
Það hljóta að verða einhverjir eftirmálar.. þetta getur bara ekki verið svona auðvelt.

What a day..

Já krakkar mínir,
Mín uppáhaldsstofnun á Íslandi er að sjálfsögðu LÍN.
Þau ná að halda mér í æfingu í íslensku skrifræði eins og það gerist best. Það væri nú agalegt ef maður myndi missa þetta niður, þá fyrst væri maður í fokki..Nemendaskrá HÍ er líka nokkuð öflug. Er á leiðinni þangað.. tvöfaldur skammtur í dag. fjúh! einsgott að ég er í strigaskóm..
Einnig í dag: Raunvísindaþing. Elda gúllas handa 15 svöngum Ungverjum. Idolið með mömmu.
Hitti litla frændann minn aftur í gær, hann er gullmoli.
Hitti líka litla tveggja mánaða frænku í fyrsta skipti. Loksins.
þegar þau verða stór, þá verður vonandi komið eitthvað annað og betra kerfi en minn elskulegi LÍN.

Lítill frændi kominn í heiminn!

Hrafnhildur og Bjössi eignuðust í gærkvöldi yndislega fallegan, mjúkan og sætan og bara fullkominn lítinn dökkhærðan son sem er með stór og falleg augu eins og Gísli bróðir sinn. Allt gekk eins og í sögu og allir kátir og sprækir. Við móðursysturnar vorum eins og skríkjandi smástelpur í allt gærkvöld og vissum ekkert hvernig við átttum að vera. Þetta var alveg ótrúleg og ómetanleg lífsreynsla sem erfitt er að lýsa með orðum. Ég er sko mjög stolt systir og móðursystir í dag.

Litla snáðanum lýst nú bara vel á hana Heiðu frænku sína (“,)

Bolludagur

Ég hef oft velt því fyrir mér hvenær ég verð of gömul til að hlakka til bolludagsins. Held að það verði aldrei.. Mér finnst bolludagurinn einstaklega skemmtilegur. Vatnsdeigsbolla með suðusúkkulaði, jarðaberjasultu og rjóma og ískalt mjólkuglas með er bara æðislegt! Æ-ði-slegt!

Var að koma úr hressandi gönguferð. Labbaði til Hrafnhildar í hádeginu og lét hana gefa mér að borða. Það var mjög hressandi. Borðaði þessa dýrindis grænmetissúpu og brauð með osti. spjallaði svo yfir bolla af grænu tei. frábært veður úti. sólskin og lykt af úldnu grasi. sumstaðar farið að blómstra í görðum! í febrúar ??? þetta er klikkað land sem við búum á.

Er núna að hlusta á nýtt lag frá uppáhalds-hljómsveitinni minni, Antik, sem uppáhalds litlibróðir minn er í. þið getið kíkt á það hér.. mæli ég með því. Svo vil ég líka minna á að uppáhalds stóribróðir minn er farinn að senda út fréttapistla frá belgíu aftur.. mæli líka með því.

bolla bolla

Music Mania

Hæ,
Önnur skemmtileg tímamót.
Í tilefni þess að audioscrobblerinn minn er kominn yfir 10000 spiluð lög ákvað ég að það væri gaman að skella hingað upp mest spiluðu flytjendunum og mest spiluðu lögunum mínum. Ert það ekki skemmtilegt??
Byrjum á flytjendunum…

heida's Last.fm Overall Artists Chart

Ekki hægt að segja annað en að U2 og Nick Cave séu hérna í sérflokki. Enda ekki við öðru að búast :o)
Svo eru það mest spiluðustu lögin mín..

heida's Last.fm Overall Tracks Chart

Mjög skemmtilegt.. hvernig ætli þetta verði eftir næstu 10000 lög? það verður spennandi að sjá..

klappklappklappklapp!

Hann á afmæl’í dag!
Hann á afmæl’í dag!
Hann á afmæli KÚRBÍTURIIINNNNN!!!!
Hann á aaafmæææl’ííííí daaaaaaaaag!!

Þetta hafa verið frábær tvö ár!
Elskulegustu lesendur okkar elskulegusta kúrbíts, þið eruð frábær. Takk fyrir að koma og takk fyrir að koma aftur og aftur..
hiphiphúrrrraa fyrir ykkur :o)

Herra og Frú Kúrbítur
Ofurpési og Heiða Björk

Náttúra

Einn af mínum uppáhalds mötum eru buffin frá Móður náttúru. Þau eru alveg meiriháttar. og sólskinssósan.. fjúhh! best í heimi! Við erum tiltölulega nýbúin að fatta þetta og við fáum hreinlega ekki nóg. Í kvöld fengum við okkur brokkolíbuff, hrísgrjón, salat og sólskinssósu. sljúúúrrrbb! Sólskinsósa… nafnið er líka svakalega flott.
Takk fyrir mig.