Já já já já… ég er orðin frekar þreytt á að hafa þessa nærri óskiljanlegu tækni bla bla færslu efst. Ekki mjög skemmtileg aflestrar…
Allt fínt að frétta af mér. Átti skemmtilega helgi sem byrjaði á því að ég fékk pakka í pósti frá mínum ástkæra bróður í Belgíu. Í pakkanum var askja með besta konfekti í heimi og ein dós af belgískum bjór. Einnig bók sem ég lánaði minni ástkæru belgísku mágkonu og, það skemmtilegasta, eitt stykki handskrifað bréf frá bróður mínum. Held satt að sega að þetta sé í fyrsta skipti sem ég fæ bréf frá honum. Svona handskrifað að minnsta kosti. Þetta var mjög skemmtilegt bréf og ég las það aftur og aftur og öskraði “MONEY!!” í hvert skipti. Það var ekkert smá gaman að fá þennan glaðning!
Á föstudagskvöldið fengum við að “passa” Eið Tjörva og Birki Tjörva. Borðuðum með þeim pizzu og nammi og horfðum á idol. Mjög skemmtilegt enda varla hægt að eyða tíma með skemmtilegri gaurum. Á laugardaginn hitti ég þá svo aftur þegar við fórum í skúffuköku til Kollu syss. Þar voru líka Hrafnhildur syss og hennar viðhengi. Mjög góð skúffukaka :p
Á laugardagskvöldið fórum við í partý til hennar Unnsu og Guðmundar. Hittum við þar nokkra bekkjarfélaga mína frá því ég var í BS. Ekki mjög góð mæting, en mjög skemmtilegt fólk sem mætti. Fólk sem við hittum allt of sjaldan.. Á sunnudaginn var ég þunn. Mjög langt síðan það hefur komið fyrir mig. Þetta var þó ekkert versta þynnka sem hefur komið yfir mig, en þynnka er samt aldrei góð, er það? Það besta við þessa þynnku voru vetrarólympíuleikarnir. Annað merkilegt við þessa þynnku mína voru franskarnar. Við fórum og fengum okkur hamborgara og franskar á Stælnum. og franskarnar maður.. sleeef.. Fyrstu franskarnar sem ég borða síðan í ágúst 2005. Þær voru mjööög góðar. Mjöööög.
Á mánudaginn gerði ég svo það sem ég ætlaði að gera á sunnudaginn. Ég þreif íbúðina. Tók niður jólagardínurnar og jólaseríurnar. nei, þetta er ekkert of seint. jólaljósin eru bara hvít og eiga að vera uppi allavega fram í miðjan febrúar. gardínurnar eru kanski annað mál… allavega. Ég er greinilega búin að missa mig í eitthvað blaður.. svona getur þetta verið þegar maður á að vera að gera eitthvað viturlegt en nennir því ekki. Ef þið hafið eytt tíma ykkar í að lesa þetta þá er kanski eins komið fyrir ykkur?
bæb..
All posts by Heiða Björk
Bekkjarafmælið
Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.
Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar – “#%=&#$&/(=!z#$!/!=! Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum. Hún var orðin alltof sein í afmælið….
híhíhíhí.. íslensk mannanöfn :o) Bríet sendi mér þetta í tölvupósti og ég varð bara að deila þessu með fleirum.. dís ester og mist eik.. hehehehehe greyin..
igs!
áður en ég fer að tala um það sem ég ætlaði að tala um þá verð ég bara að segja ykkur hvað mér finnst svakalega pirrandi, í þessum blogger í safari vafranum, að get ekki gert kommur yfir stafina í titlinum. þetta er samt það eina sem ég er ekki sátt við í þessum vafra. hann er annars æðislegur. titillinn á þessari færslu er semsagt ígs!
ástæðan fyrir því er að ég er heltekin yfir bókinni sem ég er að lesa. Deception point eftir Dan brown. Svaka spenna, hellingur af vísindum. gerist á jökli og það eru jöklafræðingar og borkjarnar og allskonar jöklavísindi sem spinnast inní mjög spennandi sögu um pólitík í bandaríkjunum og NASA og allskonar. mjög skemmtilegt. Ég sofnaði mjög seint í gærkvöldi, bara vegna þess að ég gat ekki hætt að lesa. Ég þurfti að neyða sjálfa mig til að loka bókinni og slökkva ljósið. það var mjög erfitt. Gaman þegar tvö áhugamál koma svona saman í eitt. mjög skemmtilegt.
Ég er annars að fara á Foldu-fyrirlestur núna í hádeginu og er að verða of sein..
bæb
hehehheheheh!!!!!
ég held ég sé að kafna úr hlátri!
Það er pottþétt að þessi frétt kemst langt í valinu um frétt ársins. Þvílík steik! hehehehe ómægod ég er að deyja úr hlátri.. komin með illt í magann heheheheheh æjæjæj…
laaangur dagur
Já alveg ekta mánudagur.
Við áttum bæði langan og strangan svanga manga á langa tanga vinnudag. Ekkert leiðinlegan samt. bara langa. Ég var svakalega dugleg í dag. afkastaði mjög miklu og er mjög ánægð með mína.. það verður mikið að gera hjá mér næstu daga, nóg af verkefnum framundan og allt komið á fullt. sem er gott :o)
eru ekki annars allir hressir bara ?
:o)
j’aime j’aime la vie
Ég sit hérna inni í eldhúsinu heima hjá mér við borðið hennar ömmu á flókó með makkarónuna mína fyrir framan mig og er að skrifa. Ég fór á fætur mjög snemma í morgun og það er rífandi gangur í þessu hjá mér. Alveg greinilegt að það eru betri andar á sveimi hérna en í Öskju í gær. Ég var að enda við að borða hádegismatinn minn sem var að þessu sinni beygla með fajitu afögngum, sölsu, grænmeti, baunamauki og öllu tilheyrandi. Með þessu drakk ég seinustu dropana úr rauðvínskassanum sem við keyptum okkur síðustu helgi. Þvílíkur lúxus. Undir þessu öllu hljómar magnaður Nick Cave.
Nú nálgast ég hápunkt dagsins hingað til.. kaffið. Ætla að mala baunir, hella uppá í mokka könnunni, þeyta fjörmólk/matreiðslurjóma bland útí.. alveg spurning hvort ég ætti að rölta út í búð og kaupa mér einn súkkulaði mola með.
Þetta er ótrúlega skemmtilegur dagur 🙂
fjör fjör fjör
Meira fjör af overheard in New york.. til að koma okkur í föstudagsgírinn:
Grandma: Baby for sale! Baby for sale!
Dad: Ma, don’t do that!
Grandma: What? They know it’s a joke!
…
Man: Yeah, he broke his leg.
Woman: Oh, really? That’s too bad.
Man: Oh, it’s okay though, he broke both of them
…
Girl #1: So he told me that no matter what happens on June 31st, he will come to my house and we’ll discuss our wedding.
Girl #2: I wish my boyfriend would be there for me.
Girl #1: It sounds nice, doesn’t it? Except there is no 31st of June.
#$%&¢®%#$&%#!!
Einbeiting óskast.. helst gefins og helst strax.
Suma daga get ég bara ekki einbeitt mér að því sem ég er að gera. Ég er búin að vera í nánast allan dag að skrifa 15 línur. Ég er alltaf að breyta og stroka út og skrifa aftur og endalaust fokk.
Kem ekki út úr mér einu almennilgu orði!
*ríf í hár*
Dugleg :o)
Já ég er búin að vera ansi dugleg í dag. Vaknaði snemma og fór snemma í skólann, tjahh.. allavega miðað við það sem ég geri vanalega. Er búin að ná að halda einbeitingunni nokkuð miðað við átökin sem eru framundan í handboltanum. Það er afrek. Stórkostlegur leikur í gær. Sat ein heima og öskraði mig hása og grét gleðitárum í leikslok. Vona að stemningin verði svipuð á eftir..
spennaningurinn magnast.
Nammi..
..namm, gott í matinn í kvöld
:o)