All posts by Heiða Björk

Jólaskap og Kitl

Ég held að ég sé að komast í jólaskap. Loksins. Yfirleitt er ég komin í mikið jólaskap bara strax í byrjun desember en þetta árið hefur það eitthvað láttið á sér standa. Jólaskapið kom í gær þegar ég keypti mikilvægustu jólagjöfina, handa Pétri. Við erum annars búin að kaupa eitthvað af gjöfum, búin að skrifa jólakort, búin að hengja upp seríur, búin að búa til jólakonfekt, búin að baka piparkökur og alskonar annað jóla.. tíu dagar til stefnu. Ég hlakka mikið til, sérstaklega þegar Pétur opnar pakkann sinn frá mér. Hlakka líka til að fara að kaupa jólatré. Við höfum hingað til alltaf keypt íslenskt rauðgreni, svona sem missir allar nálarnar vel fyrir áramót. Í fyrra keyptum við frekar lítið og væskilslegt tré, svolítið vanskapað í laginu, algjört grey. Okkur fannst það langflottast!

Elías bróðir kitlaði mig. Hér kemur það:

Fimm hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
– Fara í heimsreisu
– Giftast Pésa
– Eignast barnabörn
– Spjalla við Bono yfir góðum kaffibolla
– Geta gert 50 armbeygjur (venjulegar)

Fimm hlutir sem ég get:
– Gert 25 armbeygjur (á hnjánum)
– Verið ein með sjálfri mér án þess að leiðast
– Eldað góðan mat
– Hlustað endalaust á tónlist
– Borðað súkkulaði

Fimm hlutir sem ég get ekki:
– Notað tannstöngla úr tré
– Munað að loka á eftir mér
– Horft á auglýsingar í sjónvarpi
– Staðið kyrr
– Hallað mér yfir svalahandriðið

Fimm uppáhalds frægar persónur sem heilla mig:
– Bono
– The Edge
– Larry Mullen jr.
– Adam Clayton
– Nick Cave

Fimm orð/setningar sem ég segi oft:
– Hvað eigum við að hafa í matinn?
– æh, skiluru hvað ég á við?
– Einmitt
– Sko
– Ég elska þig

Fimm hlutir sem ég sé núna:
– Bósi Ljósár
– Stúdentshúfan mín
– Blómstrandi jólakaktus sem Kolla gaf mér í fyrra
– Gamalt strá
– Morgunverðardisk og glas sem ég á eftir að vaska upp

Þannig var nú það. Ég ætla að kitla Pétur, Kollu, Björninn, Helgu og Freyju.

I wanna love you tender

Muniði eftir vídjói sem gekk einusinni á netinu, það var af svaka hressri og kátri dömu sem ætlaði aldeilis að taka vel á því á hlaupabrettinu, stökk uppá það á meðan það var í gangi og datt alveg svakalega? Alveg ótgeðslega fyndið vídjó.. Munið þið eftir því? Ég var nefnilega vitni að svipuðu atviki í ræktinni í gær. Þá var ein pæjan sem datt nákvæmlega eins og daman í vídjóinu. Hún meiddi sig ekkert þannig að ég leyfi mér að segja að þetta hafi verið með því fyndnara sem ég hef séð. Hló ekkert að henni samt. Bara rosalega hátt inní mér!
Ég ætlaði að láta þetta vídjó fylgja með í færslunni en fann það ekki.
Læt þetta vídjó fylgja með í staðinn. Þetta er alveg magnað……

Ekkert að fretta svo sem..

Notaleg helgi að baki..

Bjuggum til jólakonfekt, tvær gerðir, smakkast vel..
Gáfum öndunum brauð í frosti..
Fórum á kaffihús..
Keyptum nokkrar jólagjafir..
Hlustuðum á mikið af skemmtilegri tónlist..
Horfðum a einn þátt af Nip/Tuck. Lofar góðu..
Ég las í bók..
Pési spilaði tölvuleik..
Smökkuðum jóla túborginn, namminamm..
Bjuggum til sérlega góða pizzu með mexíkósku þema..
Sáum tvær bíómyndir..
Ég fór í klippingu..

Notalegt ekki satt?

Goður þessi?

“This guy gets on a plane and finds himself seated next to a cute blonde. He immediately turns to her and makes his move.
“You know,” he says, “I’ve heard that flights will go quicker if you strike up a conversation with your fellow passenger. So let’s talk.”
The blonde, who had just opened her book, closes it slowly and says to the guy, “What would you like to discuss?”
“Oh, I don’t know,” says the guy, smiling. “How about nuclear power?”
“OK,” says the blonde. “That could be an interesting topic. But let me ask you a question first. A horse, a cow, and a deer all eat the same stuff — grass. Yet the deer excretes little pellets, the cow turns out a flat patty,and the horse produces muffins of dried poop. Why do you suppose that is?”
The guy is dumbfounded. Finally he replies, “I haven’t the slightest idea.”
“So tell me,” says the blonde, “How is it that you feel qualified to discuss nuclear power when you don’t know shit?”

Hamingjusamur hrakfallabálkur

Jæja þá er aðventan gengin í garð og óhætt að segja að jólin séu að koma án þess að eiga á hættu að vera skammaður fyrir að tala um jólin of snemma. Jólaundirbúnings tímabilið hefst hjá mér fyrsta sunnudag í aðventu. Síðustu ár hefur Kolla systir boðið okkur hinum í aðventukaffi þennan dag. Þá bakar hún handa okkur dýrindis bollur og gefur okkur heitt súkkulaði með rjóma útí. Það var engin breyting á því þetta árið. Bollurnar voru æðislegar, súkkulaðið himneskt og félagsskapurinn eins og hann verður bestur. Eftir að við vorum búin að gæða okkur á kræsingunum þá fengum við þessa snilldarhugmynd að skella okkur í bíó að sjá Harry Potter, sem við gerðum. Harry stóð undir himinháum væntingum. Svakalega skemmtileg og spennandi mynd!
Það skemmtilegasta gerðist svo í gær. Eftir einstakelga misheppnaðan og mikinn hrakfalla dag þar sem meðal annars þetta gerðist:

  • Ég var í skólanum í heilan dag með risastóran, skærgulan karríblett á peysunni minni.
  • Ég fór á bókasafnið að ná í greinar sem áttu að vera til, en kom svo í ljós að voru ekki í hillunni.
  • Ég sat netlaus og skítkalt á þjóðdeildinni að rembast við að lesa eldgamla grein á þýsku sem reyndist svo vera vita gagnlaus.
  • Á leiðinni út úr bókasafninu rann ég í bleytu datt á hnéð í drullu.

Þegar ég var svo loksins komin heim til mín.. búin að skipta um peysu og buxur.. búin að borða kvöldmatinn.. var að tala við mömmu í símann.. þá var dinglað.. það var pósturinn.. með PAKKA handa MÉR frá MÖMMU! Og viti menn þetta var LOPAPEYSA sem mamma mín PRJÓNAÐI handa MÉR og hún er ÓTRÚLEGA FLOTT!! Þvílík hamingja! Og mamma akkúrat í símanum! Það verður erfitt að toppa þetta móment..

Afleiðingar gærdagsins

Ég vaknaði eiginlega þunn í morgun. Langt síðan það hefur gerst á fimmtudegi. Í gærkvöldi drakk ég smá hvítvín með laxinum sem við grilluðum í kvöldmatinn. Þegar við vorum búin að borða fannst okkur nú ekki annað hægt en að klára hvítvínsflöskuna. Að sjálfsögðu. Ég vaknaði líka ansi líkamlega-lemstruð í morgun. Harðsperrur í hverjum einasta bakvöðva og lærvöðva og í öxlunum. Það er skiljanlegt eftir leikfimi tíma dauðans sem ég fór í í gærmorgun. Hef sjaldan upplifað annað eins. Ég er líka umkringd sérstaklega vondri lykt í dag. Pétur ætlaði að vera svo góður við mig í gærkvöldi að poppa handa mér. Poppið brann og íbúðin fylltist af ógeðslegri popp-brunafýlu. Fýlan er ekki farin. Í dag á ég sem sagt erfitt með gang, erfitt með að standa upp, setjast niður, snúa mér við, er með hausverk, soldið skrítin í maganum og að kafna úr fýlu. Með þessu kemur berlega í ljós að allt sem maður gerir hefur afleiðingar, ekki alltaf góðar.. Af þessu tilefni læt ég þessa skemmtilegu teiknimyndasögu fylgja færslunni ykkur til varnaðar. Smellið á myndina til að stækka hana. enjoy.