All posts by Heiða Björk

Það er alltaf..

.. kalt inni á þessari skrifstofu! brrrrr…….
Var í ræktinni í morgun. Næst síðasti tíminn á þessu námskeiði. Var alveg pottþéttur tími með áherslu á eftri part líkamans og ég get svo svarið það ég get varla setið upprétt, get varla pikkað, get varla lyft skólatöskunni. Sérlega hressandi! Maður kemst nú ekki hjá því að taka soldið á og púla (púla, með glamp’í augum, eld í æðum..) enda leikurinn til þess gerður. Svo var ég mæld í bak og fyrir og vigtuð, er mjög ánægð með árangurinn, er sko búin að massa þetta námskeið!
Er núna í skólanum að reyna að gera eitthvað af viti. Er eitthvað annars hugar. Hlakka svo mikið til um helgina, en þá förum við austur!! ji hvað það verður gaman. Fer með mömmu og pabba, togga og chloe, kollu og kanski palla og auðvitað pésa sæta á einhverja svakalega rokksýningu með dinner og dansleik og alles! Þar ætla ég sko að dansa (hvað er betrennað dansa?) Svo ætla ég auðvitað að hitta nýjasta frændann sem ég hef ennþá ekki séð, horfa á tvo körfuboltaleiki og allt mögulegt meira. Það verður sko þétt dagskrá í þetta skiptið. Við ætlum að reyna að leggja snemma af stað á föstudaginn svo við náum í kvöldmat. Það er nauðsynlegt að ná amk einum kvöldmat hjá pabba! annað væri nú skandall..

Ratatat

Er að hlusta á hljómsveitna Ratatat sem spilaði víst á Airwaves síðustu helgi og mörgum þótti fínt stöff. Hef ég lesið. Ég er alls ekki að gera þetta í réttri röð. Hefði átt að hlusta fyrst og kíkja svo á tónleikana en ekki láta tónleikana fara framhjá mér og uppgvöta svo af hverju ég missti. Er búin að ákveða að taka Airwaves með trompi næst. Annars finnst mér tónlist Ratatat mjög fín. Ekkert líkt því sem ég er vön að hafa í eyrunum. Uppáhaldslagið mitt hingað til er Desert Eagle. Mér finnst svakalega hressandi að þetta skuli vera instrumental, fínt að fá frí frá söngnum. Mér finnst nafnið á hljómseitinni frábært. Minnir mig á Lukku Láka bækurnar. Þar var einmitt hundurinn Ratatati sem ellti Láka hvert sem hann fór, eða var það ekki?
Er að bíða eftir að Amy byrji. Veit ekki afhverju. Hún er ekkert að gera neitt fyrir mig. Það fer líka massa í taugarnar á mér hvað dagskráin á skjá einum er alltaf of sein. Núna er hún 15 mínútum seinni en auglýst er. Maður myndi ætla að þá væri kanski hægt að sleppa nokkrum auglýsingum til að ná réttur róli. neinei. Fyrir skjá einn er það að sleppa auglýsingum dauðasynd.

Fyrirtaks morgunbollur

Þetta þarftu: 13dl hveiti, 3dl hveitiklíð, 1msk sykur, 1tsk salt, 1bréf þurrger, 6dl volg undanrenna, 2msk matarolía

Svona gerirðu: Blandið saman þurrefnum og geri (skiljið samt soldið eftir af hveitinu til að hnoða upp seinna). Hellið olíu og undanrennu útí deigið (gerið svona holu fyrst) og hrærið vel með sleif (deigið má vera soldið blautt). Látið svo hefast í hálftíma á hlýjum stað. Hnoðið svo afgangshveitinu í ef þess þarf. Mótið tvær jafnlangar lengjur úr deiginu og skiptið hvorri lengju í 10 jafnstóra bita sem þið mótið úr bollur og raðið á bökunarplötu. Látið hefast aftur, nú í 15-20 mínútur. Pennslið svo bollurnar með mjólk og skellið í ofninn, 200° í 15 mínútur.

Að lokum: Enn ein uppskriftin úr bókinni góðu (Af bestu lyst). Ég bakaði þetta í gær í hádegismatinn og úr varð sérlega vel heppnaður bakstur verð ég að segja :) Ég setti samt ekki hveitiklíð (það var ekki til í búðinni) svo ég setti bara heilhveiti í staðinn. Það var bara mjög gott. Borðuðum þetta með osti og jarðaberjasultu og það var æði. Í dag fékk ég mér svona bollu í hádeginu og viti menn, hún var ennþá mjúk og bragðaðist sérdeilis prýðilega með skinku, osti og tómötum.

Afmæli


Þessi litla krúsídúlla á 1 árs afmæli í dag.
Til hamingju!!
Svo skilst mér að pabbi hennar hafi átt afmæli líka, bara fyrir nokkrum dögum síðan og auðvitað fær hann líka hamingjuóskir. Mamman og stóri bróðirinn fá líka sérstakar hamingjuóskir með litlu pæjuna og pabbann..
Sem sagt, Til hamingju öll!

3000 lög

Jæja, nú er ég búin að hlusta á 3000 lög í tölvunni minni síðan ég skráði mig á audioscrobblerinn 5. júní síðastliðinn. Þá er við hæfi að líta aðeins yfir farinn veg, líta um öxl, líta til beggja hliða og skoða hvað ég er búin að vera að hlusta á..

Uppáhaldshljómsveitir:

  1. U2 – 469 hlustanir
  2. The White Stripes – 182 hlustanir
  3. Damien Rice – 165 hlustanir
  4. The Arcade Fire – 140 hlustanir
  5. Franz Ferdinand – 121 hlustanir
  6. Nick Cave and the Bad Seeds – 118 hlustanir
  7. Antony and the Johnsons – 94 hlustanir
  8. Belle and Sebastian – 81 hlustanir
  9. Coldplay – 74 hlustanir
  10. Keane – 73 hlustanir

Uppáhaldslög:

  1. The Arcade Fire – Neighborhood #1 (Tunnels) – 22 hlustanir
  2. Coldplay – Fix You – 20 hlustanir
  3. Damien Rice – Delicate – 19 hlustanir
  4. The White Stripes – My Doorbell – 19 hlustanir
  5. The Arcade Fire – Crown of Love – 18 hlustanir
  6. U2 – Yahweh – 18 hlustanir
  7. Antony and the Johnsons – Hope There’s Someone – 18 hlustanir
  8. U2 – Running to Stand Still – 17 hlustanir
  9. The Arcade Fire – Wake Up – 17 hlustanir
  10. The White Stripes – Blue Orchid – 16 hlustanir

Þar hafið þið það.. þetta er skemmtilegt. Vá hvað ég skrifaði oft hlustanir 🙂

Hlutleysi?

Réttað verður yfir Saddam Hussain í dag, í réttardómstóli sem Bandaríkjamenn bjuggu til. Kúrdi verður forseti dómsins.. Hlutlaus dómstóll?
Ekki svo að segja að ég hafi einhverja samúð með Saddam eða fyllist ekki viðbjóði þegar ég hugsa til þess hvað hann hefur á samviskunni.. . Finnst samt að réttarkerfi eigi að vera réttlát og hlutlaus fyrst þau eru á annað borð notuð. Kúrdi getur aldrei verið hlutlaus þegar réttað er yfir manni sem framdi þjóðarmorð á Kúrdum.. eins geta Bandaríkjamenn ekki verið hlutlausir þar sem þeim liggur mikið á að réttlæta eigin glæpi í Írak og helst beina atthygli fólks að öðrum krimma. Þetta er spilltur heimur.
Ég er farin í ræktina :o)

Goðan dag

Ég er mætt fyrir allar aldir í skólann. Búin að skultla Pésa í vinnuna. Bíllinn minn er aleinn á bílastæðinu fyrir utan, það er enginn annar í húsinu. Frekar skrítið að vera alein í svona stóru húsi. Ég hefði nú haldið að það væru allavega nokkrir mættir klukkan sjö, en ekki er því að heilsa.. Ég bíð bara eftir því að löggan komi og tékki á þessu, myndi alveg toppa það ef ég hefði sett eitthvað öryggiskerfi í gang. Vonum ekki.