All posts by Heiða Björk

í uppáhaldi í dag: epli, damien rice, beck, þakglugginn á skrifstofunni minni, tölvan mín, u2 miðarnir, snillingarnir frændur mínir, mamma mín sem á afmæli í dag. til hamingju með daginn elsku mamma mín :*

ég eldaði svo svakalega góða ommilettu áðan í hádeginu að ég verð bara að deila því með ykkur. Þetta ætti kanski frekar heima í matargatinu en fokk ðatt. Hún var svona:

3 lítil egg

mjólkurlsetta

3 skinkusneiðar

fetaostur ókryddaður

tvær teskeiðar grænt pestó

ólífuolía til steikingar

salt og pipar

sko, svo saxaði ég niður skinkuna og fetaostinn, hrærði svo bara öllu saman í skál og steikti í olíunni.. borðaði ristað fransbrauð með og maður lifandi hvað þetta var bragðgott! herregúd! svona stórkostlegum stundum verður maður að deila.. og fyrst það var enginn heima til að smakka þá er eins gott að koma þessu á netið med det samme 🙂

æh hvað þetta var yndisleg helgi :o)
afmælisdagurinn minn (4.júní) var alveg hreint frábær! yndislegt veður eins og alltaf þennan dag ársins, sól og blíða. Pési bakaði handa mér vöfflur í morgunmat og bar fram með rjóma og jarðaberjasultu, ekkert smá gott. Svo komu systur mínar og makar þeirra og börn í heimsókn til mín um daginn og gæddu sér á súkkulaðikökunni sem Pési sá einnig um að baka og fleira góðgæti. Kolla og Palli gáfu mér þykka bók að lesa og eiður og birkir geisladisk til að hlusta á á meðan ég les :o) Svo ilmar öll íbúðin af blómunum sem ég fékk frá mömmu og pabba og hrafnhildi og bjössa.. Um kvöldið átti ég svo stefnumót með mínum heittelskaða sem kórónaði daginn. Er hægt að biðja um meira? þetta var frábært alltsaman, takk fyrir mig yndislega fólk :o)
Í gær skruppum ég og pési svo í bíltúr í krýsuvík og að Kleifarvatni.. það var gaman. tókum myndir sem þið fáið kanski að sjá seinna. Nú er elli bróðir komin í bæinn. sótti hann á flugvöllinn áðan. hann ætlar einmitt að skreppa á tónleika iron maiden á morgun. í kvöld ætla ég að hitta saumaklúbbinn á kaffihúsi. nóg framundan og tilveran frábær. loksins fór að rigna.. þetta rigningaleysi fer reykjavík ekki vel til lengdar..
bleble

Góðan daginn gott fólk :o)
Þá er ég búin að skila öllum þessum verkefnum sem ég var að tíunda um hér á síðunni um daginn. Skilaði síðustu skýrslunni í gær. Það var fín tilfinning. Nú er ég líka búin með alla kúrsana sem ég tek í þessu mastersnámi mínu og blasir þá mastersverkefnið við í öllu sínu veldi. Mér finnst það svolítið ógnvekjandi tilhugsun. Ekkert svolítið, heldur hellings. Nú er allt undir mér komið. Enginn sem segir mér hvað ég á að gera, hvenær og hvernig það á að vera.. skerí. ég hugsa að ég eigi eftir að hringsnúast svolítið næstu daga en vona að ég finni rétta stefnu þegar ég hætti að vera ringluð. þetta verður bara stuð.. haldiði það ekki??
Það sem einna helst er þó merkilegt við þennan dag er að Björn nokkur Görn á afmæli og eyðir hann deginum með sinni heittelskuðu baðaður í sólinni á Ítalíu.. ekki amalegur afmælisdagur það. Til hamingju með daginn gamli :*