All posts by Heiða Björk

jæja, komið nýtt ár…

við erum komin heim til okkar. Við höfðum það rosalega gott fyrir austan um áramótin og gott að vakna á nýjársdag í kyrrðinni í nesjunum. Við keyrðum aftur í bæinn 2. jan í mikilli hálku en þó ágætu veðri. sluppum vel. mér tókst að sjálfsögðu að draga með mér pestina sem hafði verið ríkjandi fyrir austan og ligg eiginlega bara fyrir með hósta og beinverki og hita.. fínt að byrja árið svona. skólinn byrjar samt ekki fyrr en 10. jan þannig að ég hef nógan tíma til að láta mér batna. hef verið að dunda mér við að setja inn myndir á myndasíðuna. það eru fimm ný albúm fyrir áhugasama að skoða.

ég ætla að fá mér te..

í dag er stysti dagur ársins. vetrarsólstöður. frá og með deginum í dag verður dagurinn lengri og bjartari, fyrr en varir verður komið sumar aftur og við sitjum í sólbaði með bók í annarri og kokteil í hinni..



er að læra fyrir prófið sem er á morgun. ég er ekki að nenna þessu. er að hlusta á AC/DC – Back in Black. get ekki að því gert en AC/DC minnir mig alltaf á björninn.. blindfullan í banastuði.

hæ,

Ég á að vera að læra fyrir próf, en nenni því ómögulega. Prófið er á laugardaginn. ég er búin að bíða og bíða eftir þessu prófi.. þoli ekki þegar maður þarf að bíða eftir prófum og hefur of langan tíma til að læra fyrir þau.. þá gerir maður ekki rassgat. Það er líka langt síðan ég hef lært fyrir próf án þess að hafa Unni með mér. Við vorum ansi góðar að finna okkur eitthvað annað að gera þegar við áttum að vera að læra fyrir próf.. fara í bóksöluna og kaupa okkur tússliti, marglituð blöð til að glósa á, marglitaða penna, borða.. nú er ég bara heima að læra og engin Unnur.. sem er skrítið.

Annars var ég í klippingu í morgun. Ég er algjör pæja 😀

Búin með ritgerðina 😀

Þvílík sæla! ég var orðin ansi leið á henni. Ég held að vel hafi tekist til, sem er eins gott því þetta er próflaus kúrs og ritgerðin gildir svaka mikið af lokaeinkun. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið í próflausum kúrs. Vissi reyndar ekki að hann væri próflaus fyrr en fyrir þremur vikum síðan.. jæja, ætla að fá mér morgunmat. það er ekki holt að blogga á fastandi maga.