All posts by ofurpesi
Wave of sorrow
Langaði bara að sýna ykkur þetta, og benda ykkur á þetta
Pirr
Sá sem fann upp rátera og internetið er illkvittinn andskoti…
Langloka
Svolítið skrýtið að maður skuli vera að skríða undan blogghýðinu svona rétt fyrir veturinn. Þetta er svona. Ekki allt eins og maður heldur. Djöfull var kalt í morgun. Hélt að ég myndi frjósa fastur við stýrið á leiðinni í vinnuna. Fer í vettlinga næst, það er alveg á hreinu. Alltaf er maður einhvernveginn jafnhissa þegar það kólnar í veðri. Kommonn…Það er kominn október. Það á að vera kalt. Hei…hvað haldiði að hafi gerst í dag? Ég var að keyra lyftarann yfir í port hjá Eimskip til að redda þeim með einhver timburbúnt. Kemur ekki einhver fokking hálfviti útúr portinu á fleygiferð á sendibíl og ég hreinsaði hliðina úr bílnum hjá honum með göfflunum á lyftaranum!! Aldeilis frábært. En allt leystist þetta nú með útfyllingu tjónaskýrslu og svona. En þvílíkt og annað eins! Það er algjört lágmark að menn horfi í kringum sig áður en þeir negla af stað útúr porti og útá götu. OG HANANÚ!! Annars er ég nokkuð hress. Alltaf að spila á gítarinn og svona. Orðinn nánast partýfær, kannski ekki alveg, en nánast. Spurning um að ég haldi uppi stuðinu í þrítugsafmælinu mínu.
Glói braggast hratt og er orðinn 25 kg. Fórum með hann í bólusetningu um daginn og hann var svaka duglegur, vældi ekki neitt þegar hann fékk sprautuna.
Annars er maður orðinn frekar spenntur fyrir Barcelona. Verður mega gaman. Komumst að vísu ekki á leik en það verður að hafa það. Finnum okkur ábyggilega eitthvað annað skemmtilegt til að gera 🙂 Jæja…best að hafa þennan pistil ekki mikið lengri. Veriði góð hvort við annað, annars rasskelli ég ykkur!!
Andleysi
Finn mig ekki knúinn til þess að segja eitt eða neitt…allavega ekki strax…
Þunnildi
Hei allir. Ég er í stuði. Sosum ekki merkilegar fréttir, en það er alltaf gott að vera í stuði. Reikna með að flestir sem lesa þetta séu í stuði. Sit á skrifstofunni minni og hakka í mig saltOpal. Ansi saltur á bragðið. Og vitiði hvað stendur á pakkanum??? “Excess consumption may have laxative effect.” Frábært. Ef þú hakkar í þig Ópal þá færðu drullu. Það er góður díll. Er bara ekki hægt að sleppa því að hafa eitthvað í ópalinu sem veldur drullu?
Ég hef ákveðið að blogga aldrei um fréttir aftur. Það er plebbaskapur dauðans. Er ekki nóg að fréttir birtist á öllum helstu fréttamiðlum vefsins? Þarf að blogga um þær líka? Held ekki. Hvet alla til að hætta því.
Ég var að detta inná ansi skemmtilega plötu með Jónasi Sigurðssyni, fyrrverandi forsprakka Sólstrandargæjanna. Platan heitir “Þar sem malbikið svífur mun ég dansa” og er ansi skemmtileg. Allir að fara á www.jonassigurdsson.com og kaupa plötuna. Styrkja svona duglega kalla sem gefa út sjálfir.
Nafni minn…
Hvet ALLA til að skoða þetta…tímalaus snilld.
Þættinum hefur borist bréf…
Fékk skemmtilegan póst áðan sem byrjaði einhvernveginn svona…. “My guy´s shaft is enourmous and my mouth is tiny” Ekki veit ég hvað rekur fólk til að senda svona póst, en eitt er víst að Hive má fara hysja upp um sig buxurnar hvað varðar síun á ruslpósti.
Protected: Voff Voff
Celeb dagsins
Sá Angelinu Jolie áðan. Hún var í strætó á leiðinni í vinnuna.