All posts by ofurpesi

Cream of mushroom soup**

Hellú. Gott að vera í páskafríi. Fannst samt soldið skrýtið að geta farið í keilu á föstudaginn langa. Hérna áður fyrr var þetta alveg svakalega rauður dagur. Maður sat bara heima, hlustaði á messu og spilaði ólsen ólsen. Nú er öldin önnur (í orðsins fyllstu) og ekkert mál að skella sér í keilu, bíó eða bara hvert sem er. Annars sit ég bara hérna í stofunni og bíð eftir að Heiða komi úr ræktinni. Hún er svo dugleg….selska*. Við vorum að horfa á seinasta þáttinn í Prison break um daginn. Ég ætla að spara ykkur mikinn tíma og segja…..don´t bother.

Gleðilega Kúrbítspáska!!

*Þessi elska.

**Óþolandi þegar maður veit ekki hvað maður á að skíra færsluna sína.

Á leiðinni heim

Var á leiðinni heim áðan í bílnum mínum. Skipti um útvarpsrás svona 700 sinnum á leiðinni. Allt gott og blessað með það. Á þessum 700 útvarpsstöðvum þá var alltaf verið að tilkynna mér á hvaða rás ég væri að hlusta. Ég veit að ég er að hlusta á Bylgjuna þegar það stendur á útvarpinu mínu “Bylgjan”. Ég kann að lesa. Veit líka hvaða rásir ég er með í minninu á útvarpinu mínu. Það hefur allavega ekki gerst að ég hafi verið gapandi af undrun þegar mér er tilkynnt að ég sé að hlusta á exið.

Jólatrjóla

Nett jólageðveiki að fara af stað hérna í höfuðborginni. Ég fann svolítið fyrir því þegar ég fór í Fjarðarkaup í dag með grænmetisskammtinn þeirra. Fólk að bíða eftir að það yrði opnað og sona. Bara svona til vonar og vara ef ske kynni að grænu Ora myndu klárast fyrir jól. Annars er ég bara voða rólegur eitthvað yfir þessu, eins og þetta skemmtilega myndband sýnir…

Pési í jólafílíng

Orðlaus…

Hvað er í gangi?

Gríp aðeins niður í greinina…

“Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt aftökur réttlætanlegar – með eitri í æð, hengingu, aftökusveit, rafmagnsstól eða í gasklefa – þrátt fyrir þann sársauka sem þær kunni að valda, en hefur ekki skorið úr um hvort sársaukinn teljist það mikill að það stangist á við stjórnarskrána.”

Þarf að segja eitthvað meira???