Ég sá Kenny Rogers í dag. Hann var að afgreiða timbur í Byko.
All posts by ofurpesi
Úti…
Ég sá Richard Nixon í dag. Hann var að hjóla í Hafnarfirðinum.
Flippaður…
Ég hef nú ekki sagt orð hérna í háa herrans tíð. Af hverju ætli það sé? Er maður ekki að nenna þessu? Held ekki. Rembast við að vera sniðugur. Hættur að rembast.
Ipod er æði. Þarfasta uppfinning þessarar aldar. Fer ekki ofan af því. Sjöffúlinn minn er búinn að reynast mér æðislega vel. Ég hlusta á hann allan daginn…nonstop. Hlusta á allt mögulegt. Nick Cave er búinn að vera vinsæll uppá síðkastið. Er samt að spá í að setja nýtt á spilarann í kvöld. Voða gaman að setja soldið hresst stöff fyrir föstudagana. Koma sér í gott stuð fyrir helgina.
Sjúkk
Já..Nýji formaður Framsóknar er allavega með þægilegri talanda heldur en sá gamli..ég þakka Guði fyrir það.
Ó mæ god
Afmæli
Gítarinn minn
Man of few words…
The zookeepers boy með Mew. Segi ekki meir…
Meistari
Leti
Tekur þá sumarfríið brátt enda. Fúlt. Búið að vera gott sumarfrí. Kannski ekki búinn að gera mikið samkvæmt einhverjum mælikvörðum. Búinn að hafa það gott. HM var skemmtileg keppni og ekki voru NBA úrslitin leiðinleg. Svo er maður búinn að fara í nokkra göngutúrana hérna í sveitinni. Alltaf jafn falleg þessi sveit. Við fundum meira að segja foss uppá Laxárdal sem við höfum aldrei séð áður. Magnað. Ligg nú bara uppí rúmi núna. Er ekki alveg að nenna á fætur. Veit ekki hvað þetta er. Leti heitir það held ég. Já svei mér þá. Kannski að maður kíki út með myndavélina og taki nokkrar. Talandi um myndir. Ef fólk er orðið óþolinmótt að bíða eftir nýjum myndum, þá get ég kætt fólk með því að það er verið að vinna í þessu. Ætli það endi ekki með því að einhverjar myndir rati hérna inn. Hvenær það verður hef ég ekki hugmynd um. Lendum í Reykjavík á föstudag. Það verður gott að komast heim til sín aftur og fara að vinna. Maður hefur ekki gott af því að hanga svona lengi í sumarfríi. Jú…skipti um skoðun…maður hefur gott af því. Svo ætla ég rétt að vona að Svanfríður sé farin að hlusta á Jens Lekman.