All posts by ofurpesi

Flippaður…

Ég hef nú ekki sagt orð hérna í háa herrans tíð. Af hverju ætli það sé? Er maður ekki að nenna þessu? Held ekki. Rembast við að vera sniðugur. Hættur að rembast.

Ipod er æði. Þarfasta uppfinning þessarar aldar. Fer ekki ofan af því. Sjöffúlinn minn er búinn að reynast mér æðislega vel. Ég hlusta á hann allan daginn…nonstop. Hlusta á allt mögulegt. Nick Cave er búinn að vera vinsæll uppá síðkastið. Er samt að spá í að setja nýtt á spilarann í kvöld. Voða gaman að setja soldið hresst stöff fyrir föstudagana. Koma sér í gott stuð fyrir helgina.