All posts by ofurpesi

Síldarsalat

HM er búið að vera málið þessa dagana. Ég hef reynt að fylgjast öllum leikjunum hingað til og hefur það heppnast nokkuð vel. Margir skemmtilegir og margir leiðinlegir. Ítalía komnir áfram sem er gleðiefni. Eins og þetta lítur út núna þá er Ghana á leiðinni áfram sem er einnig gleðiefni. En nóg um það. Lífið er búið að vera voðalega ljúft hérna í Nesjunum. Sofið til 10 alla morgna og legið yfir lestri fram eftir degi. Hei….segir maður ghanverjar? Má ekki bara segja ghanar? Ég held það. Ekki að ég sé einhver íslenskufræðingur. Jamm….svo er humarhátíðin framundan. Það verður sennilega massastuð. Fínar hljómsveitir og svona. Svo einn brandari hérna í lokin.

What´s the difference between a nun and a woman in a bathtub?

The nun´s got hope in her soul…

Há emm

Jamm…Þýskarar unnu. Svosem ekki skrýtið. Heppnir kannski. Kosta Ríku kallarnir góðir. Betri en Klinsman bjóst við. Léleg vörn hjá þýskurum. Stálið hélt samt. Svignaði soldið en brotnaði ekki. Bíð spenntur eftir Equador og Póllandi. Spái 1 – 2.

Sumarfrí

Ohhhhh…yndislegt þetta sumarfrí. Bara búinn að vera að sofa út og lesa og sona. Gerist ekki betra. HM að byrja á föstudag og NBA úrslitin að byrja á fimmtudag. Er hægt að biðja um eitthvað meira? Held ekki…

Fjörðurinn sem kenndur er við Horna

Aahhhhh….Þögnin er yndisleg. Nývaknaður á Hraunhólnum og það er algjör þögn. Heyrist bara gnauðið í vindinum úti. Yndislegt. Við erum semsagt lent á Hornafirði til þess að vera viðstödd þegar Þorgrímur útskrifast. Jájájá…það gekk bara vel á leiðinni, leiðinda rok samt. Já og SNJÓKOMA á Skeiðarársandi. Alltaf hressandi. Maður vissi ekki alveg hvað var að gerast. Það er svona nettur geðklofi í veðrinu á Íslandi eins og flestir vita sem hafa búið hérna lengur en í viku. Ábyggilega geggjað stuð að vera veðurfréttamaður. Alltaf eitthvað nýtt….eða svona mismunandi útfærslur á þessu sama gamla.

Rassgat

Skellti mér á skemmtilega síðu sem býr til slagorð úr orðum sem þú skrifar. Ég ákvað að prófa hið margnotaða og stórskemmtilega orð “rassgat” og hér eru nokkur sýnishorn sem komu.

Pure Rassgat.
Poppin’ Fresh Rassgat.
It’s A Bit Of A Rassgat.
Tastes Great, Less Rassgat.
You’ll Wonder Where the Yellow Went, When You Brush Your Teeth with Rassgat.
Grab Life by the Rassgat.
Exceedingly Good Rassgat.
Let Your Fingers Do the Walking Through the Rassgat.
The Curiously Strong Rassgat.
Better Living Through Rassgat.
Your Rassgat, Right Away.
I’d Walk a Mile for a Rassgat.
Loves the Rassgat You Hate.

Eins og má lesa þá er þetta alveg bráðfyndið og stórskemmtilegt…

Blár og bólginn

Aldrei áður hef ég verið með bláan og grænan fót. En þannig er nú staðan í dag. Snéri mig svona hrottalega á miðvikudaginn seinasta og er ekki enn búinn að bíða þess bætur. Þetta virðist nú samt horfa til betri vegar. Vorum að fá okkur nýja netþjónustu (ég veit, skipti oftar en um brækur) vonandi getum við fengið okkur skjáinn fljótlega. Fékk mér soldið sniðugt leikfang á netinu.
Lætur ekki mikið yfir sér, en er alveg ótrúlega skemmtilegt! Alveg eins og gaurarnir í Pusher Street köstuðu í lögguna! Já krakkar mínir…Það verður gaman í sumar.

P.S. Eitthvað ves með að setja mynd hérna inn af leikfanginu mínu…Reynum aftur síðar.