All posts by ofurpesi

Leti

Nenni ekki orðið að blogga. Hvað er málið? Skil þetta ekki. Er alltaf að gera eitthvað allt annað….eða finn mér eitthvað annað að gera. Svona er þetta. Sitjum hérna skötuhjúin og horfum á múluna sem kennd er við for. Allt að gerast þar. Nýtt lið á ferð. Super Aguri heita þeir. Hressir jappar þar á ferð. Fyrir þá sem ekki vita hvað jappar eru, þá eru það japanir. Jájá….Prufuðum að baka ljótar smákökur í gær. Svona skemmtileg uppskrift úr Gestgjafanum. Þær voru svona líka svakalega vondar. Stuð hér á bæ…

usss…

Mikið búið að gerast hérna í Engjaselinu. Búin að selja borðtölvuna, búin að henda út tölvuborðinu og búin að setja upp windows 2003 server á netþjóninn. Ótrúleg framtaksemi. Við erum bara ansi ánægð með þetta allt saman. Hei….svo er keila með vinnunni í kvöld. ÞORGEIR……YOUR ASS IS GRASS!!

Stiklur

Já…ár og öld síðan ég hef bloggað hérna. En hvað um það? ekki eins og hafi eitthvað svakalega merkilegt að segja. Jú…annars….var að fá mér fartölvu. Hrikalega geðveika Asus vél. 64 bita AMD turion örgjörvi, 2gb vinnsluminni og 256 mb skjákorti. Allt sem maður þarf. Og allskonar gúmelaði meira sem er í henni. Annars má búast við því að það verði einhverjar truflanir á bítnum á næstunni. Það eru stórkostlegar breytingar framundan. Erum að selja borðvélina og ætlum að setja Windows 2003 server á sörverinn okkar og setja hann svo inní skáp. HENDA TÖLVUBORÐINU!!! Breyta stofunni okkar soldið mikið. Það verður stuð. Fáum soldið pláss og sona. Ömurlegt þema í þessu Ædoli. Ömurlegir kynnar. Ljótur búningur hjá þessum skautakalli…

Til Sölu

3.0 ghz Intel Pentium 4 hyperthreading
1gb vinnsluminni DDR400 (parað corsair)
128 mb geforcefx 5700 ultra skjákort
2 x 160 gb SATA diskar
Soundblaster Live! 5.1 digital hljóðkort.

MSI 865PE NEO2-PFS Platinum edition 800 mhz FSB móðurborð, styður 4 gb vinnsluminni, innbyggt 10/100/1000 netkort, innbyggt 5.1 hljóðkort. USB 2.0

Plextor 12 hraða skrifari, Asus 8 hraða dvd drif, NEC 16 hraða + – dual layer dvd skrifari.

Svo kemur rúsínan í pylsuendanum….

http://sys.us.shuttle.com/Xp17.aspx æðislegur skjár!! Reyndar eru 2 dauðir punktar í honum sem maður tekur ekkert eftir. Hafa ekki truflað mig. Skjárinn kostaði 60.000 fyrir ári síðan.

Semsagt….þetta er til sölu alltsaman. Endilega dembið á mig tilboðum…

New York….New York

Crazy: So I had to get fillings in all of my teeth.
Passenger: Uh huh.
Crazy: But I figured, why let them do that to me after they drilled holes in my brain, ya know?
Passenger: Sure.
Crazy: But I figured, might as well! Although if they were going to fill my teeth, I’d want them to use jelly.
Passenger: Yep.
Crazy: But the guy at the counter said they were out of jelly. So I got a blueberry muffin.

overheard in new york

RUV

Mikið svakalega er Boatmans call með Nick cave and the bad seeds góð plata. Hreint ótrúlega góð. Hún er búin að vera í ipoddinum mínum í 2 vikur. Fæ ekki nóg. Þetta er svona. Er að horfa á gríðarlega spennandi þátt um einhverja samúræja og geishur. Það framdi einhver seppuku. Og það var bara ekkert útskýrt frekar. Hvað er seppuku? Er það kaka? kannski svalandi drykkur? Hver veit. Ömurlegur þáttur. Alveg lágmark að leggjast í smá rannsóknarvinnu áður en maður er með einhverjar fullyrðingar um seppuku. Alveg er ég viss um það hafi verið eitthvert þýskt fyrirtæki sem rannsakaði fyrir þennan þátt. En það er önnur saga (helv…stjörnuljós) Og nú er að hefjast þáttur um Cary Grant. Ríkissjónvarpið alveg að missa sig í fræðslunni. Fínt að nota sunnudagana í þetta kannski. Fræðast um samúræja og Cary Grant. Kannski var Cary Grant samúræji. Eða ekki…eða hvað??? Hver veit. Ekki ég. Kannski veit dagskrárstjóri RÚV það. Ég ætla að hringja í Rás 1. Þeir vita svona hluti. Ég ætla að tala við eitthvert sófasettið þar og sjá hvort það viti eitthvað. Held samt að það verði fátt um svör. Hver hefur reynt að tala við sófasett? Ekki ég. En það verður breyting á því. Kannski svarar enginn þegar ég hringi í Rás 1. Kannski kemur bara skiptiborðið. Hvernig ætli það sé að vinna á skiptiborðinu á Rás 1? Bara gamalt fólk sem hringir þangað og í 90% tilfella er það skakkt númer. Ég er viss um að manneskan sem vinnur á skiptiborðinu er búin að prjóna peysur á alla Íslendinga. 2 umganga. Fínt að vinna á Rás 1. Hef samt aldrei unnið þar. En hver veit? Kannski verð ég með þátt um stjörnuljósaframleiðslu og hvernig Þjóðverjum tókst að klúðra því algjörlega. Hver mundi vilja hlusta á það? Ekki ég. Hvernig hljómar þáttur um tilurð og tilvistarkreppu stjórnmálamanna og aðstoðarmanna þeirra? Ekkert sérstaklega vel. Ég fer kannski frekar í sjónvarpið. Verð með einhvern leiðindaspjallþátt. Nei ég veit. Ég fer um landið og býð sjálfum mér í kaffi á ótrúlegustu stöðum. Sit þar og kjafta við ábúendur og föruneyti. Já…..held það bara…..

hahahhehehehohohoh

Úfff hvað mig kitlar….

Fimm hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

– Giftast Heiðu
– Læra að syngja
– Syngja fyrir fullu húsi
– Borða eina matskeið af kanil
– Eignast börn

Fimm hlutir sem ég get:

– Snúið körfubolta á putta
– Keyrt 44 tonna trukk í snargeðveiku veðri
– Borðað hrútspunga
– Hlustað á óperu
– Þekkt muninn á kumquats og litches

Fimm hlutir sem ég get ekki:

– Gefið öllum að borða
– Tryggt heimsfrið
– Borðað óhrært skyr
– Troðið
– Spilað F.E.A.R. með heddfón

Fimm uppáhalds frægar persónur sem heilla mig:

– Bono
– The Edge
– Michael Jordan
– Ómar Ragnarsson
– Dalai Lhama

Fimm orð/setningar sem ég segi oft:

– Nákvæmlega
– Hvað eigum við að hafa í matinn?
– Eru öll þessi bretti í Fjarðarkaup?
– Hvaða númer er á iceberginu?
– Ætla aðeins í tölvu

Fimm hlutir sem ég sé núna:

– Tölvuskjár
– Sími
– Heddfón
– netmyndavél
– Þurrkaðar döðlur

Kitla Bjarna, Þorgeir, Brynjar og Tedda…