All posts by ofurpesi

Það eru bara leiðindi í sjónvarpinu í kvöld. Þessi fokkings þáttur Taka 2, er ekkert nema leiðindi. Svona leikstjóraþvaður er ekki gaman að hlusta á. Annars er ég bara helvíti hress. Er orðinn nokkuð hress eftir að hafa verið með einhverja leiðindaflensu eins og allir. Magnað hvað flensan getur lagst á alveg ótrúlega marga í einu. Jájá….Hilmar Oddsson er hrútleiðinlegur.

Góðan daginn hér. Magnaður dagur í gær. Kolla útskrifaðist, svo var lasagne veisla heima hjá Kollu, þar var mikið spjallað og gott rauðvín drukkið. Svo skelltum við okkur á Edith Piaf. Það er hreint stórkostleg sýning! Brynhildur (sem var með Kollu í bekk!!!!) var alveg mögnuð sem Edith. Ótrúlega góð söngkona og frábær leikkona. Eftir þessa mögnuðu sýningu fórum við á Næsta bar og ég komst að því að ég er orðinn háður Martini Bianco í klaka. Þarna sátum við í drykklanga stund (Get it?!?! Drykklanga stund?!?!) og spjölluðum og hlógum. Skemmtilegur endir á frábærum degi.

By the way….til hamingju ég.

Já….Við skelltum okkur í apple búðina á brautarholtinu og fjárfestum í ibook G4 combo. Djöfuls snilld er þessi vél. Alveg hreint ótrúlega auðvelt að setja hana upp. Ég ætlaði bara ekki að trúa þessu. Tók ótrúlega stuttan tíma. Svo bjóst ég nú við að það yrði eitthvað vesen að fá netið til að virka í henni. En hvað gerðist? Tengdi crossover kapalinn og BINGÓ!!!! Netið komið og allar græjur. Ég held barasta að Macintosh sé málið…

Alveg er þessi tækni ótrúleg. Haldið að ég siti ekki bara hérna í sófanum á annari hæð á Hraunhólnum og er bara í því að blogga. Allt þráðlaust og ég veit ekki hvað. Fórum og keyptum flugelda í dag. Önundarbrenna og Gunnar á Hlíðarenda urðu fyrir valinu. Það ætti ekki að verða leiðinlegt. Og snillingurinn hann Þorgrímur reddaði vindlum þannig að þessi áramót verða snilld. Annars er Hornafjörðurinn æðislegur. Alltaf jafn yndislegt að koma hingað……

Nálgast ekki bara áramótin eins og óð fluga. Við ætlum að fara austur um áramótin og vera í faðmi fjölskyldunnar. mmmm….það verður notalegt. En segið mér annað. Hvert hringir maður til að panta gott veður? Þarf ég að fara heim til Sigga storms og sýna honum hvar Davíð keypti jólaölið? Það er verið að spá dýrvitlausu veðri einmitt sama dag og við ætlum að fara. Þetta er náttlega alveg óþolandi!!

Jæja….eru ekki jólin bara að koma. Allir að kaupa allan andskotann. Og auðvitað tekur maður þátt í þessu öllu saman. Annað væri nú bara ekki eðlilegt. Við erum svona að verða búin að öllu. Gjafirnar komnar í hús….að vísu á ég eftir að kaupa handa Heiðu. Þarf að drífa í þessu. Ég er alltof mikill slórari. Alltaf að slóra. Þetta kemur allt fyrir rest. Jólin koma, þó svo maður sé ekki tilbúinn.