All posts by ofurpesi

Við skelltum okkur í Hagkaup í gær að kaupa í matinn. Það er nú ekki frásögu færandi nema hvað, það var kona á undan okkur á kassa sem verslaði sitt lítið af hverju og gerði sér lítið fyrir og bara gleymdi öllu sem hún verslaði og labbaði í burtu! Ég tók mig til og skokkaði á eftir henni og lét hana vita af þessu. Þetta fannst okkur Heiðu alveg hreint stórkostlegt. Ég meina, það er kannski í lagi að gleyma tannkreminu eða handsápunni, en að gleyma bara ÖLLU sem þú keyptir, er það ekki aðeins of mikið af hinu góða? Eins og að þetta sé nú ekki nóg, þá sá ég lítinn strák í Hagkaup sem var að ná sér í snakk. Ekki er það nú heldur frásögu færandi, nema hvað að snakkpokinn var jafnstór og krakkinn og það er engin lygi. Magnað alveg hreint!!

Við erum að reyna að steikja kartöfluskífur frá Danefrost. Það er bara ekki að ganga. Vilja ekki steikjast. Þetta er alveg óþolandi. GETA ÞÆR EKKI BARA STEIKST!!?!?!?!?!?!?!?!? HA?!?!?

Já….nýji U2 diskurinn er kominn í hús. Keyptum okkur pakka númer 3. Semsagt diskinn, dvd og bók. Algjör snilld. Erum að hlusta á hann es ví spík. Lofar rosalega góðu. Ekki við öðru að búast. Þetta eru snillingar. Á öðru plani en aðrir tónlistarmenn. Ef þið eigið ekki þennan disk, kaupið hann. Einnig verslaði ég Half life 2 sem ég bíð spenntur eftir að prófa. Hann á víst að vera snilld. Svo kíktum við í Bónus og versluðum fyrir litlar 15.000 krónur!!! Settum nýtt met í innkaupum. Þetta þykir kannski ekki mikið hjá stórfjölskyldum en við erum nú bara tvö. Já…..þetta hefur verið viðburðarríkur dagur. Áfram Chicago Bulls!!

Kemst ekki í vinnuna. Allt á kafi í reyk. Vona bara að enginn hafi meiðst í þessum bruna. Það var náð í mig áðan og við reyndum að komast niðrí Mata en við gátum gleymt því. Allstaðar var lokað og enginn vissi hvenær það yrði opnað. Maður verður bara að bíða….

Já….þetta var stórkostleg upplifun þetta gærkvöld. Ekki nóg með að það var fullt af fólki, heldur ældi ein í eitt hornið á staðnum og hver annar en undirritaður þurfti að þrífa það upp. Nú…..svo stíflaðist karlaklósettið og ég sendur af stað til að redda því. Í þessu klósetti kenndi ýmissa grasa. Fer ekki nánar útí það. Þetta var semsagt í einu orði sagt SKELFILEGT kvöld. Þetta lagaðist nú alveg heilan helling þegar ég opnaði ÍSkaldan DAB. Ahhhhhhh…..það hressti nú aldeilis. Jafnvel meira en Bragakaffið og er það nú djöfull hressandi. Já gott fólk…ekki tekið út með sældinni að vera dyravörður í miðbæ Reykjavíkur.

Enn og aftur vil ég benda á þessa frábæru snilld sem leynist á myndasíðunni okkar. Þar fer Einar Ofurhugi á kostum! Ekki vera skver, smelltu á Einar Ofurhuga og skoðaðu snilldina…

E.S. Ekki vera feimin við að kommenta….

Loksins! Stundin er runnin upp! Myndbrotið sem allir, og þá meina ég allir, hafa beðið eftir er komið!!!! Smellið á myndir hérna hægra megin og smellið svo á Einar Ofurhuga til að sjá klippuna. Einnig er hægt að hægri smella og gera save link as. Hvet alla til að kíkja á þessa klassísku snilld.

Þeir sem hafa komið hingað inn til að kíkja á vinnuflippsklippuna eru vinsamlegast beðnir um að sýna þolinmæði. Ég þarf að verða mér útum forrit til að klippa þetta til. Þetta kemur inn á næstu dögum.

Ár og dagar síðan maður hefur höggvið stafi í hrjúfan börk kúrbítsins. Ef ég gæti, myndi ég dæla vatni á getzinn minn. Þoli ekki þessa skítaplebba. Væri réttast að láta þessa kalla drekka smurolíu í beinni. Láta þá mæta í ógeðisdrykk í 70 mín. Mér finnst nú samt leiðinlegt að Þórólfur skyldi hafa sagt af sér. Hann er fínn kall. Lenti bara í slæmum félagsskap. Vorum að henda út seinasta brúna skápnum sem var hérna inni hjá okkur. Fjúhh….allt annað líf. Fjodor Spasskí biður að heilsa.