Nýjasta tækni

Hvernig lýst ykkur svo á nýja kúrbítinn? Við erum að vísu ennþá að betrumbæta og setja inn smátt og smátt það sem okkur finnst vanta. Við erum búin að bæta inn linkum og flickrinu og síðu um okkur sem þið finnið þarna efst til hægri. Planið er svo að setja inn nýjan uppskriftavef Heiðu Bjarkar, á bara aðeins eftir að útfæra hann örlítið.. tjahh eða bara alveg. Það kemur vonandi fljótlega.

Á meðan ég man þá er ég í stökustu vandræum með að fá wordpress til að skilja að ég vilji gera svona greinaskil í færsluna mína. Hún virðist ekki skilja þessi beisik line break tögg sem ég kann. Ef einhver getur hjálpað mér með þetta vandamál þá endilega bara láta vaða í kommentakerfið (ha, görn, kolla, primero guru, aðrir forritunarnördar..). Þetta virðist vera vandamál hjá fleiri wordpress notendum, frekar öm.  

En þá að máli málanna.. nýja símanum mínum! Ég fékk mér sko glænýjan síma í dag! SonyEricson Cyber-Shot K810i. Alveg mongó flottan myndavélasíma. Eiginlega svona myndavél með síma. Voða tæknó 3G dæmi sem ég læri vonandi einhverntíma á. Það er allavega, veit ég, hægt að hringja svona myndsímtal og sjá þá hina manneskjuna á skjánum hjá sér. Það er mega. Nú á ég rosa fínan síma sem er lítil og nett myndavél og passar voða vel í veski. Mjög patent og smart. 

Til hamingju ég með allar þessar skemmtilegu tækninýjungar ! 

Uppfært: Ég og Pétur, snillingarnir sem við erum, redduðum þessu með line breikið bara sjálfs sko.. enda erum við Megas !

Ný síða!!!

Já gott fólk.

Ekki láta ykkur bregða. Hér er að fara í gang stórkostleg yfirhalning á kúrbítnum. Ég vil bara biðja fólk um að sýna stillingu og ekki truflast á geðsmunum yfir þessum stórkostlegu breytingum. Endilega kíkið sem oftast við til að fylgjast með þessari ótrúlegu umbreytingu.

Raggi Bjarna!

Hæ…
Ég er heima í mígreniskasti. Brjálað að gera í vinnunni og ég því nett pirruð að þurfa að liggja heima með hausverk dauðans og æluna í kokinu.. Hvað er þá betra að gera en að skrifa smá pistil á kúrbítinn sinn? Ekkert. here goes..

Jólin eru að koma! jiminn, eruð þið að trúa þessu? Allt í einu eru bara jólin að koma. Þetta haust hefur liðið svo ótrúlega hratt að það hlýtur að vera heimsmet. Við erum samt ekkert að klikka á jólaundirbúningi hérna í kotinu. Hér er sko allt að gerast. Búið að kaupa allar jólagjafir sem fara út úr húsi og pakka þeim inn, búið að skrifa jólakort og senda (ég verð eiginlega að koma með smá innskot hér.. hvern haldið þið að ég hafi lent fyrir aftan í biðröðinni endalausu í pósthúsinu þegar ég var að fara með jólakortin?? jú.. Ragga Bjarna! dísús.. haldiðasé?? Það stytti biðina í biðröðinni heilmikið. Sönglaði í hausnum á mér allan tímann.. ‘flottur jakki, tvídd tvírílítvídd’ heheheh alveg mega) já og búið að baka súkkulaðibitasmákökurnar líka. Þær eru æðislegar svona ykkur að segja. Einstaklega vel heppnaðar. Er einmitt að bíta í eina núna… nammm… Ef það er eitthvað sem ætti að geta reddað mígreninu þá er það jólasúkkulaðibitasmákaka. Vonum það. Við erum líka búin að hengja upp jólaseríur, eina hvíta í stofunni og svo hundrað rauð ljós í eldhúsinu. Eldhúsið okkar er núna kallað amsterdam hehe. mmmmm þetta er geggjuð súkkulaðibitasmákaka!
Við erum líka búin að fara á ýmsar jólasamkomur síðustu dagana. Kolla mín bauð loksins til hins árlega aðventukaffis með tilheyrandi heitu súkkulaði og dúnmjúku bollum. Það var yndislegt. Teddi og Erna buðu okkur líka í vonandi héreftir árlegt jólakaffi með þvílíkum dýrindis jólabakstri að ég hef sjaldan séð annað eins. Þar hittum við líka hin systkini Péturs fyrir utan þann yngsta. það var rosa gaman. Gaman hvað bræður hans Péturs hafa krækt sér í einstaklega góðar konur :o) Nú já svo héldum við sjálf smá jóla matarboð og buðum til okkar Ismar og Özru og dætrum þeirra, Hönnu og Lejlu. Það var ótrúlega gaman, Grilluðum lambalæri (mjög jóló) og drukkum rauðvín. Glói var mjög kátur og fannst mjög gaman að leika við stelpurnar. Þær voru líka mjög hrifnar af honum.. enda ekki hægt annað!

Þannig var nú þessi pistill, nú er ég búin með smákökuna mína og eiginlega að fá meiri hausverk við að rýna á þennan tölvuskjá þannig að ég ætti nú kanski bara að leggja mig.. eða fá mér aðra smáköku. Allavega hætta að rýna á skjáinn.
Áður en ég hætti ætla ég samt að benda ykkur á leið til að gera gott fyrir jólin.. þetta.. og þetta.. það er svo gott að gefa.
Pís

geeeiiiiiiisssp

jisúsminneinasti hvað ég verð alltaf sybbin á þessum tíma dags.. Á tímabilinu eftir hádegismat og fyrir kaffi sé ég varla út um augun fyrir geip-tárum.
Spurning um að reyna að redda þessu með kaffi.. það bara virkar ekki baun. kanski ég þurfi barasta að fara í gönguferð eða eitthvað. Allavega fram í kaffistofu til að ná mér í kaffibolla.
Það er samt alveg mega gaman hjá okkur í vinnunni. Eins og þið getið glögglega séð hér. Botnlaust stuð segi ég.. botnlaust.