Monthly Archives: March 2004

það er aldeilis búið að vera prýðisgott veður hérna í höfuðborginni undanfarna daga. bara sólskin og fínerí. núna er meira að segja bara smá hiti meððí sem er nú ekki slæmt. mamma er búin að vera í bænum síðustu daga og fórum ég og kolla með henni á kaffihús í gær og fengum okkur smá hressingu meðan við kjöftuðum. Það var bara gaman, það er svo sjaldan sem maður fær að fara með mömmu eitthvað. Hún fernú ekki heim fyrr en á fimmtudaginn svo kanski get ég hitt hana eitthvað meira áður en hún fer. Svo er nú hann bróðir minn alveg að fara að flytja til útlanda.. það verður nú skrítið.

hæ! vá hvað það var gaman um helgina! ég hef bara ekki upplifað svona skemmtilega helgi lengi lengi.. á föstudaginn var þrítugsafmælið hans hjálmars. það var auðvitað svaka stuð, mikið spilað og sungið og afbragðs veitingar. Svo á laugardaginn vaknaði ég snemma.. markmið dagsins var að gæsa hana örnu sem er jú að fara að giftast honum bogga eftir tvær vikur.. Dagurinn var vægast sagt frábær. skemmtileg dagskrá langt fram á nótt..bröns, keilumót, magadags, hvívín og jarðaber með súkkulaði í heitum potti, út að borða á tapas og stuðmannaball á nasa. gerist ekki betra! Ég hlakka ekkert smá til að sjá myndir frá þessu.. á sunnudaginn var svo bara þynnka og skattframtalið.. fín blanda 🙂

Guten abend. Wier geht es dir? Mir get es gut. Mikið svakalega er ég sleipur í færeysku. Jæja…þá er það bara afmæli í kvöld hjá Hjálmari. Eða öllu heldur svona partý. Hann á nebblega afmæli 23. Það verður nú hressandi að skella sér í smá partý. Annars er ekki mikið að frétta héðan. Jú..Heiða vann 1 flösku af rauðvíni og 1 kassa af rauðvíni í einhverjum leik á femin.is. Mikil snilld. Alltaf gott að fá sér dreytil. Ég ætla hér að kveðja ykkur með orðum sem skáldið orti forðum daga.

Á bakka bíður mær eftir presti, prestur kemur með loðin pung og lók eins og á hesti

Takk fyrir.

það er kominn föstudagur!! það nú ljúft.. þetta er búin að vera löng og erfið vika. hlakka massa til um helgina, er að fara í afmæli í kvöld hjá honum hjálmari og ef ég þekki hann rétt þá verður þetta sko stuð partý. annars er allt fínt að frétta bara.. allir svaka hressir í vinnunni enda djamm hér í kvöld, hin árlega spurningakeppni viltu vinna bjór. í þessari keppni er allt leyfilegt. það má meira að segja múta dómaranum og reyndar er mælt með því. svo er að sjálfsögu bara bjór í verðlaun. í fyrra var svaka stemning og verður eflaust líka í kvöld. soldið súrt að missa af þessu. ef ég væri klónuð þá myndi ég mæta á báða staði.. það verður kannski eftir 50 ár 😉 en allavega, góða skemmtun um helgina fólk!

Jájájá….þá eru það bara tónleikar í kvöld. Ekki að ég sé að fara að halda tónleika…..nei það er nú öðru nær. Það eru tónleikar á barnum í kvöld. Andrea Gylfa og einhverjir fleiri. Það verður ábyggilega snilld. Nóg fyrir mig að vita að Andrea verður þarna. Fór til læknis í dag. Komst að því að þetta var ekkert til að hafa áhyggjur yfir. Sem betur fer. Undur og stórmerki gerðust í dag. Það var keypt sætabrauð handa okkur í kaffinu í dag. Hélt að mig væri að dreyma. Skokkaði á vegg og komst að því að svo var ekki. Svonalagað hefur ekki gerst á þessu rúma ári sem ég hef verið hjá þessu fyrirtæki. Gaman að því. Annars er ég enn að leita mér að skárri vinnu. Það er nú ekki mikið í boði svosem. Það litla sem er, er sennilega ekki betur borgað en það sem ég er í núna. Jæja…ætli það sé ekki best að borða eitthvað áður en maður fer. Later….