the big three oh

æjá..
fertugsaldurinn nálgast á ógnarhraða! Að hugsa sér að ég sé að verða þrítug! Það er magnað afrek finnst mér. Afmælisveislan mín verður um helgina og ég er orðin mjög spennt. Enda ekki haldið uppá afmælið mitt síðan ég var bara 10 ára held ég, svei mér þá. Það gerir þetta allt ennþá skemmtilegra.. já og afmæliskjóllin minn sem ég er búin að kaup mér.. hann er algjört æði. Hlakka mjög mikið til að vera í honum. Ég hlakka líka til að hitta allt fólkið mitt sem kemur í heimsókn.. Það verður best :o)

æjá, gleymdi að segja frá því að ég setti inn nokkrar myndir teik a lúk !

4 thoughts on “the big three oh

  1. Skoðaði þessar fínu myndir. Skemmti mér mikið yfir myndunum úr árshátíð saumaklúbbsins..mynd ársins er bara snilld…..og allar hlátursmyndirnar fengu mann sko bara til að hlæja.
    Skemmtu þér vel í afmælinu og það er bara gaman að komast á fertugsaldurinn…………
    kv. Íris

  2. Gebba myndir 🙂

    Ég sakna ykkar alveg ógó mikið… hlakka til að hitta ykkur þegar það gefst tækifæri til 🙂

  3. já þetta var æðislegt kvöld hjá saumaklúbbnúm, get ekki beðið eftir afmælisveislunni þinni. Það er bara frábært að verða þrítugur, alveg eins og það var frábært að verða tíu, ekki mikill munur þar á. Lífið er frábært og það á að þakka fyrir það á hverjum degi eins og ég veit að þú veist.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *