Bananabrauðið góða

Þetta þarftu: 3 þroskaðir bananar (280-300gr), 180gr sykur, 180gr hveiti, 1 1/2 tsk lyftiduft, 1/2 tsk salt, 2 egg, 3 msk olía, 1/2 dl mjólk, 100gr suðusúkkulaði saxað, 50gr valhnetur

Svona gerirðu: Hitið ofninn í 175°C. Maukið banananananana og hrærið saman við sykurinn. Bætið svo öllu öðru samanvið og hrærið saman. Setjið bökunarpappír í botninn á formi sem er ca 10x20cm á kant. Hellið deginu í formið og bakið í 55-60 mínútur

Að lokum: Þetta er uppskrift úr Gestgjafanum og er uppáhalds bananabrauðið mitt. Eiginlega vegna þess að með súkkulaðinu og hnetunum verður þetta eiginlega frekar eins og kaka en brauð. Súper auðvelt að baka. Mega gott 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *