Untitled

misjafnir dagar

ég er eitthvað skrítin í dag.. ég er þreytt á að bíða og ég er pirruð á vinnunni og svo mörgu öðru, toggi og chloé farin til belgíu.. stundum koma dagar þegar mér finnst allt vera ómögulegt og ekkert fer eins og ég vil að það fari. eins og í dag. svo kannski daginn eftir er allt æðislegt og mér gengur allt í haginn. vonandi verður morgundagurinn svoleiðis. á morgun fæ ég sunnu kristínu í heimsókn til mín. ég ætla að passa hana á meðan mamma hennar er á námskeiði. það verðu nú gaman. sko.. það er alltaf eitthvað að hlakka til.. galdurinn er bara að finna það 🙂

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *