ég var að enda við að horfa á fegurðarsamkeppni reykjavíkur svona með öðru auganu.. ég ætla nú ekki að fara að tala um hvað mér finnst um svona “keppnir”, heldur get ég eiginlega ekki orða bundist hvað mér finnst kynnar í svona keppnum alltaf ömurlega hallærislegir.. þau sem voru núna, æ þarna kallinn sem er alltaf og svo ungfrú já, reyttu gjörsamlega af sér aulabrandarana.. þetta er alltaf svo ótrúlega vandræðalegt og stíft og maður sér þau næstum hreyfa varinar þegar hinn er að tala þetta er svo mikil upplestur eitthvað.. æ mér finnst þetta allt svo hallærislegt.. mér finnst samt gaman að sjá kjólana. það er eitthvað við svona sparikjóla sem mér finnst skemmtilegt. já.. það er einmitt það.. góða nótt fólk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *