Heiti réttur Bríetar

Þetta þarftu: 2 dl rjóma, 1 stk camembert ost, 1-2 bréf skinka, 1-2 paprika (mér finnst best að fá mér tvær litlar af sitthvorum lit.. maður verður að skreyta!), 1 stk fransbrauð og rifinn ostur.

Svona gerirðu: Rjóminn er settur í pott (ef þið eruð í megrun er hægt að nota mjólk á móti rjómanum til að gera þetta aðeins léttara) svo flysjar maður bara hvíta dótið af camembertinum og sker hann í bita og lætur hann bráðna í rjómanum. Brauðið er rifið niður (skorpan er ekki notuð) og það sett í eldfast mót. Paprika og skinka er skorin niður og dreift yfir og blandað við brauðið. Sósunni er svo helt yfir og best er að hafa þetta vel soggí. Svo bara ostur yfir og bakað í ofninum þangað til osturinn er orðinn brúnaður.

Að lokum: Þetta er alveg pottþéttur heitur réttur sem hefur verið notaður við mörg tækifæri, tildæmis saumaklúbba, barnaafmæli, skírnir og bara allt! Hann er upphaflega kominn frá henni Bríet sem var með mér í bekk í landfræðinni. Þessi klikkar aldrei og öllum finnst hann góður.. öllum! HB


0 thoughts on “Heiti réttur Bríetar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *