Untitled

Kvöldið hér. Haldiði ekki að ég hafi nánast gleymt að fá mér að borða. Það er svona þegar situr fyrir framan tölvuna og missir sig í einhverju spileríi. Fattaði svo allt í einu að ég var bara soldið svangur. Reddaði því hið snarasta. Svo er bara Hornafjarðarferð framundan. Það verður nú stuð. Vona bara að kallinn verði búinn að laga bílinn okkar fyrir föstudaginn. Vonum það. Ef þið eruð að spá í akkúrat núna hvaða lag þið eigið að ná í, þá mæli ég með The reason með hoobastank. Fjandi fínt lag eins og margt annað sem hoobastank hefur gert. Over and out…

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *