Mikið svakalega hefur verið gott veður hjá okkur uppá síðkastið. Var fyrir austan seinustu helgi og skellti mér að veiða með Elíasi, Alberti, Sigga Einars og Birki Tjörva. Það var svaka gaman. Ég mætti með stöngina mína, engan spún og ekki neitt, á meðan Siggi Einars var í vöðlum, í svona veiðivesti sem var allt útí veiðigræjum, með háf á mjöðminni og alveg svakastóra flugustöng. Hann veiddi 3, og ég 9. Rústaði honum. Það er ekki að spyrja að veiðieðlinu í manni. Enda býr maður ansi lengi að þeim veiðiferðum sem ég og Eymundur fórum í hérna í gamla daga. Þar var veitt vel og mikið og hent gaman að líðandi stund. Rummungar og krumpskuðarbellir komu á bakkann og var þessu yfirleitt mokað í heimiliskettina. Stefnir allt í að maður kíki í veiðitúr núna um helgina. Heiða kemur kannski með ef hún verður orðin hress. Hún er nebblega soldið lasin núna. Ekki gott.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *