Untitled

Jæja gott fólk. Sit ég hér nývaknaður og ferskur. Ansí hreint fínt. Kannski að maður helli sér uppá kaffi. Það er hressandi. Núna styttist í það að gamli 10. bekkurinn minn hittist og djammi saman. Það er búið að ákveða að tjalda í Þrastaskógi og skoða draugasafnið og fara svo í stutta göngu um svæðið. Svo bara grilla og fá sér kannski einn öl eða svo. Það verður hressandi. Þegar ég var að keyra í gær, á leiðinni í bæinn, rann það upp fyrir mér að U2 sé besta hljómsveit sem hefur verið til. Það er bara svoleiðis. Veit ekki hvað veldur. Komst líka að því að Harrý og Heimir sé sennilega besta íslenska grínefni sem hefur verið samið. Þessum staðreyndum verður ekki haggað.

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *