Untitled

Sæl og bless. Þynnka í dag. Var að djamma í gær með gömlum og góðum vinum. Byrjuðum daginn á því að fara í keilu og tókum 2 leiki þar sem undirritaður tók 2 sætið af 7 mögulegum. Fengum okkur bjór og svona með. Svaka stuð. Svo fórum við niðrá Austurvöll þar sem við röltum um svæðið, skoðuðum sveitamyndir og drukkum bjór. Svo var haldið heim til Berglindar á Víðimel þar sem við grilluðum borgara og pulsur. Svo var setið þar frameftir kvöldi, Guns ´n´ Roses í botni í bland við Nirvana, U2 og fleiri góðar grúbbur. Mikið sungið og hoppað. Algjör snilld og vonandi verður þetta endurtekið sem fyrst. Spurning um að fá sér einhvern heví þynnkumat núna. Hverju mælið þið með?

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *