Untitled

Þá sit ég hérna heima hjá Kollu og Palla Magg og er alveg að fara að borða grillað lambalæri!! Algjör snilld. Svo var ég að spila einn magnaðasta leik sem ég hef nokkurrn tíma séð. Doom 3. Alveg svaðalega flottur. Allir sem hafa áhuga á svona leikjum og hafa vélarafl í það (heheheh) endilega tékkið á þessum leik. Snúum okkur að öðru. Íslenska handboltaliðið sökkar. Við gerðum ekki gott mót. Núna hættir Gummi og Bodan tekur við þessu aftur og gerir okkur að heimsmeisturum. Liðið ætti kannski bara að fara að æfa krull (curling). Myndum áyggilega vinna rússana þar. Eitt enn….Adolf Ingi er leiðinlegur íþróttakall. Hann gerir ekki annað en að segja lélega brandara og flörtar svo við alla sem eru í stúdíóinu. Hananú…

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *