Hæ,

ég er heima að læra.. eða á að vera að læra.. er í pásu. Var að fá mér tebolla og lesa fréttablaðið. Ekkert svosem nýtt að frétta. Einhverjar sprengingar í írak. Kennaraverkfallið er ekkert að leysast. Framsóknarmenn eru á móti því að lækka matarskatt, bavíanar. Eiður Smári er svekktur út af leiknum, segir að það leysi ekki neitt að skipta um þjálfara núna, það myndi bara gera illt verra. Ég er sammála. Popppunktsspilið er að koma í verslanir bráðum, það hljómar skemmtilegt. Einhver kona á yfir 200 pör af skóm, hún hlýtur líka að eiga stóra íbúð til að geyma þá í. Þetta er allt í fréttablaðinu í dag.. Það sem stendur uppúr eru bakþankar Jóns Gnarr. Ég vona að ég fatti það sem hann fattaði áður en það verður of seint.. ég er svo sein að fatta stundum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *