Elsku Hrafnhildur, til hamingju með stórafmælið!! húrra húrra húrrrraaaahh!!!

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. þegar ég vaknaði við fréttirnar í útvarpinu í morgun var verið að ræða hvernig staða kvenna hefur versnað (ef það er nú hægt) í Írak eftir að stjórn Saddams var steypt af stóli. Þegar sú stjórn var við lýði fengu konur flestar að mennta sig og reka eigin fyrirtæki. En eftir að Bandaríkin réðust þar inn þá er ekkert gert til þess að hindra það ofstækisfullir karlar snúi öllu til hins verra aftur. allar þessar konur sem eru á þingi Íraka núna eru þar víst eingöngu vegna þess að Bandaríski landstjórinn sem var þarna við völd beitti einhverju neitunarvaldi. Konur sem starfa á vegum írösku kvennfrelsishreyfingarinnar og eru að reyna að gera eitthvað í þessum málum eru myrtar og þeim er rænt í tuga tali. Nú er svo komið á að það telst ekki einu sinni til glæps í Írak að myrða konu. þetta var fréttin..
Það er sko ekkert nýjar fréttir að brotið sé á mannréttindum kvenna í írak. en þessi frétt bendir til þess að þetta “lýðræði” sem verið sé að koma á í írak sé ekki endilega þessi frábæra lausn og haldið er fram.. ekki fyrir alla að minnsta kosti. hér er grein á vef Amnesty um stöðu kvenna í írak í gegn um tíðina. Þegar ég var að skoða þennan vef rakst ég líka á þetta. þetta er fróðlegt og í tilefni dagsins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *