Monthly Archives: March 2005

Mikið afskaplega fara svona leiknar útvarpsauglýsingar í taugarnar á mér. Veit ekki hvað þetta er. Ég held að menn séu endanlega búnir að missa vitið hérna í Reykjavíkinni. Farnir að gefa mjólk. Hef ekki heyrt það betra. Bíð bara eftir að maður fer í Bónus og labbar út 5000kr ríkari. Gæti gerst. Þetta er fínt. Við græðum á meðan. Annars hef ég heyrt að það sé ansi vinsælt hjá krökkum að ná sér í fría mjólk og fara svo og sprengja mjólkurpottana hér og þar. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Enda kostaði það ekki neitt. En svona í tilefni af þessu öllu saman, höfum við ákveðið að leyfa fólki að kommenta ókeypis næstu daga. Já……Þið heyrðuð rétt……ÓKEYPIS!!!

mikið var ég ánægð með að chelsea skuli hafa unnið í gær. frábært. komnir í 8 liða úrslit. greyis manchester united duttu út.. æjæj (lesist hehe) þá er bara að vona að juventus vinni real madrid í kvöld.. og, svo allir púllararnir mínir verði ánægðir, að liverpool vinni leverkusen. sjálf er ég ekki hrifin af liverpool.. það er eitthvað við fulla púllara að syngja you’ll never walk alone sem fer svakalega í taugarnar á mér..

Elsku Hrafnhildur, til hamingju með stórafmælið!! húrra húrra húrrrraaaahh!!!

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. þegar ég vaknaði við fréttirnar í útvarpinu í morgun var verið að ræða hvernig staða kvenna hefur versnað (ef það er nú hægt) í Írak eftir að stjórn Saddams var steypt af stóli. Þegar sú stjórn var við lýði fengu konur flestar að mennta sig og reka eigin fyrirtæki. En eftir að Bandaríkin réðust þar inn þá er ekkert gert til þess að hindra það ofstækisfullir karlar snúi öllu til hins verra aftur. allar þessar konur sem eru á þingi Íraka núna eru þar víst eingöngu vegna þess að Bandaríski landstjórinn sem var þarna við völd beitti einhverju neitunarvaldi. Konur sem starfa á vegum írösku kvennfrelsishreyfingarinnar og eru að reyna að gera eitthvað í þessum málum eru myrtar og þeim er rænt í tuga tali. Nú er svo komið á að það telst ekki einu sinni til glæps í Írak að myrða konu. þetta var fréttin..
Það er sko ekkert nýjar fréttir að brotið sé á mannréttindum kvenna í írak. en þessi frétt bendir til þess að þetta “lýðræði” sem verið sé að koma á í írak sé ekki endilega þessi frábæra lausn og haldið er fram.. ekki fyrir alla að minnsta kosti. hér er grein á vef Amnesty um stöðu kvenna í írak í gegn um tíðina. Þegar ég var að skoða þennan vef rakst ég líka á þetta. þetta er fróðlegt og í tilefni dagsins.

Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar á því hvað bíturinn hefur legið lengi niðri. Málið var að einn harður diskur bilaði. Agalega gaman. En hann er kominn í fullt svíng aftur. Helgin var mögnuð. Fórum í afmæli til Hrafnhildar þar sem mikið af góðu fólki kom saman og skemmti sér vel. Þarna var rauðvín, bjór og tapas hlaðborð. Þorgrímur Tjörvi galdraði hlaðborðið úr öðrum rassvasanum. Algjör snilld. Svo var bara djammað fram eftir kvöldi. Ég var aðeins of hress þarna í restina…en hver verður ekki of hress í lokin?

hæ fólk
tekið hefur verið til reynslu nýtt kommenta kerfi hérna á kúrbítnum.. veit ekki hvort þetta sé eitthvað betra en gamla haloscan kerfið, en það var farið að fara í mínar fínustu taugar.. týna gömlum kommentum og fleira skemmtilegt. endilega segið skoðun ykkar á þessu, það er jú þið sem kommentið 🙂
bæ fólk