Gróu terta

Þetta þarftu:1 svarmpbotn (heimabakaðan eða bara tilbúinn úr búðinni), 1 marensbotn (einnig hægt að baka eða kaupa í búð), hálfdós perur. Krem: 100g síríus konsum suðusúkkulaði, hálfpottur þeyttur rjómi, 3 eggjarauður, 2 msk sykur.

Svona gerirðu: Þeytið saman eggjarauður og sykur, bræðið svo suðusúkkulaðið og hrærið saman við og svo líka mestöllum þeytta rjómanum. Setjið perurnar ofan á svampbotnin og blaytið í með safanum. Smyrjið smá rjóma yfir perurnar og líka smá slettu af kreminu. Setjið svo marensinn ofan á og þekið hann með afgangnum af kreminu. Geymið tertuna í ísskáp til næsta dags og sreytið hana þá með einhverju góðu.

Að lokum: Ég skellti í eina svona tertu fyrir saumaklúbb sem ég var með um daginn. Ég keypti að sjálfsögðu bara botna og skreytti tertuna með nóakroppi og rifsberjum sem virkaði ágætlega. Þetta var svakagóð terta en það gekk á ýmsu þegar ég var að gera hana því ég er ekkert sérlega reynd í tertugerð.. en hey, bragðið er aðalatriðið! HB

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *