ég var að taka eftir því að ég er ekki búin að skrifa stakan staf hérna inn síðan 11. maí.. það er held ég bara met hjá mér. það er búið að vera brjálað að gera. eftir að ég var búin að skila heimaprófinu tóku við önnur verkefni og svo fór ég í námsferð 15.-19. maí. þar gisti ég á Skógum og varði dögunum uppi við Sólheimajökul að vinna ýmis verkefni. kvöldin fóru algjörlega í skýrsluskrif og fyrirlestra. Ég kom til baka úr þessari ferð sólbrunnin og þreytt og mun vitrari. Síðan var það júróvisjón. fyrra paríið hjá Kollu og seinna hjá Hrafnhildi. Grillveisla á sunnudagskvöld og Survivor úrslit í gær. Í dag verð ég svo niðri í Öskju þar sem stefnan er tekin á að klára GIS skýrsluna.

þannig er nú það.. þetta er örugglega leiðinleg færsla að lesa en mér er sama, ég ætla að fá mér morgunmat. bæb

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *