ég eldaði svo svakalega góða ommilettu áðan í hádeginu að ég verð bara að deila því með ykkur. Þetta ætti kanski frekar heima í matargatinu en fokk ðatt. Hún var svona:

3 lítil egg

mjólkurlsetta

3 skinkusneiðar

fetaostur ókryddaður

tvær teskeiðar grænt pestó

ólífuolía til steikingar

salt og pipar

sko, svo saxaði ég niður skinkuna og fetaostinn, hrærði svo bara öllu saman í skál og steikti í olíunni.. borðaði ristað fransbrauð með og maður lifandi hvað þetta var bragðgott! herregúd! svona stórkostlegum stundum verður maður að deila.. og fyrst það var enginn heima til að smakka þá er eins gott að koma þessu á netið med det samme 🙂

0 thoughts on “

  1. mmm…jummí.. ég þarf að prófa þetta..sljúrb.. ómg hvað mér leiðist í vinnunni.. ég þarf alveg að skrifa laaaaangt komment svo ég þurfi ekki að halda áfram að vinna .. það er alltaf gaman að lesa löng komment.. mér finnst fólk bara alment ekki duglegt að kommenta.. t.d. er fólk ekki nógu duglegt að kommenta á mína síðu..
    jájá.. svona gengur þetta.. komin sól og svona.. ég er að hugsa um að grilla bara á eftir.. ekki að það komi mikið annað til greina því eldavélin er enn biluð.. þetta var fínt komment.. svo skora ég á fólk að kommenta eins og það á lífið að leysa.. overandout..

  2. Vá.. ég skrifaði sex sinnum orðið komment í einni eða annarri mynd hér að ofan.. magnað alveg..

Leave a Reply to björn görn Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *