Það er nú meiri rússíbaninn að vera í skóla. annað hvort er allt í lukkunnar velstandi og allt gengur vonum framar. það er suma daga. Aðra daga er allt í mínus og algerri óvissu. Þannig er það allavega hjá mér. það var allt í mínus. Þangað til á fimmtudaginn seinasta, þá sá ég smá ljós og allt skýrðist. Svo kom helgi og ég var mjög glöð og hamingjusöm með þetta alltsaman. Svo kom mánudagurinn. Þá fór allt aftur í mínus og á þriðjudeginum var ég alveg komin með hingað af þessu öllu (hingað=upp í kok) saman og í morgun var ég alvarlega að spá í að hætta við þetta alltsaman. Þá hringdi ég tvö símtöl og eftir það hefur bjartsýnin rokið upp úr öllu valdi og verkefnið aftur orðið spennandi. þetta er alveg magnað jójó..

Annars er sól og blíða úti en ég er hér inni í Öskju og þakglugginn er eins nálægt og ég kemst góða veðrinu (sjá neðar). Þangað til klukkan 5 en þá er ég að fara að vinna í garðinum ásamt öllum skemmtilegu nágrönnunum mínum..

0 thoughts on “

  1. Þessi rússíbanalýsing hjá þér er eins og talað úr mínum munni.. svona eru síðustu dagar hérna í vinnunni búnir að vera, búin að vera í nettu þunglyndi yfir því hvað þetta er leiðinlegt eitthvað og ég skil bara ekkert.. svo bara núna rétt áðan birti svona líka svakalega til.. og ég komst að því að ég er ekkert svo vitlaus eftir allt saman.. hehh..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *