Fór að kaupa bensín hjá Atlantsolíu áðan. Kom mér þægilega á óvart hvað líterinn er orðinn hagstæður í innkaupum. Ekki nema 108.9 krónur. Ég var alveg sáttur og dró kortið úr vasanum með bros á vör og renndi því í kortalesarann. Skemmir ekki fyrir að vita það að ríkið tekur sinn skerf af þessu, eða ríflega helming af hverjum seldum lítra sem mér finnst nú bara alveg sjálfsagt. Ég þakka nú bara fyrir að eiga ekki amerískan ofursvelg. Nógu dýrt að fylla Getzinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *