CDs


Við gerðumst svo djörf að kaupa okkur tvo geisladiska um helgina. Af nógu var að velja, margt langaði okkur í. Fyrir valinu urðu þó tveir frábærir diskar! Funeral með Arcade Fire og O með Damien Rice. Þvílík hamingja að vera loksins búin að eignast þá. Þeir taka sig sérlega vel út í hillunni :o)
Ég hef þvi miður ekki alltaf gert svona góð kaup í geisladiskum. Nokkur hafa verið sérlega slæm. Helst ber að nefna Up með Right Said Fred sem ég keypti mér í kaupfélaginu þegar ég var 14-15 ára og átti allt of mikið af peningum eftir mikla vinnu í humri.. Nú sé ég virkilega eftir þeim peningum. Að vísu gat ég notað hann einu sinni í einhverju skemmtiatriði á þorrablóti en síðan hefur hann ekki farið í spilarann. Eins ber að nefna hörmulegan disk með Spin Doctors sem nefnist Pocket full of kryptonite sem ég keypti á svipuðum tíma. Mjög leiðinleg tónlist á þeim diskinum. Skil ekki afhverju ég keypti hann, hlustaði aldrei á hann.. átti bara svo mikið af humarpeningum örugglega.. Mér til mikillar gleði síðarmeir á ævinni komst ég að því að Pétur hafði líka keypt sér hann svo nú eigum við tvö eintök!
Fyrsti geisladiskurinn sem ég keypti mér á ævinni var skemmtilegur. Það var Hysteria með Def Leppard með hinu guðdómlega vangalagi Love Bites. Vá hvað ég hlustaði mikið á það lag. Held ég hafi verið 13 ára þegar ég keypti þennan disk og það kemur fyrir að ég hlusta á hann enn í dag.. kanski ekki oft samt.

7 thoughts on “CDs

  1. Fellur Vanilla Ice ekki undir tonlist daudans (er a bokasafni ad skrifa tetta,engir isl.stafir) Eg get glatt hann Bjossa tvi eg a mynd af honum og Bjarti i einhverri rapp stellingu,med aedislega klippingu,dansa eftir meistara Vanilla Ice-Ice Ice baby

  2. jú auðvitað á þetta hvergi annars staðar heima en á veraldarvefnum. sem flestir ættu að fá að njóta þess að sjá slíka töffara.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *