Kalt

Já, mér er kalt. Það er alltaf kalt á þessari skrifstofu. Ég er samt í jakkanum og allt! Svo dynur líka í rigningu á þakglugganum. Þannig að ég reikna með að það sé rigning úti. Það er líka hávaði í þessari skrifstofu. Það er eitthvað fjárans loftræstidæmi hérna sem er ekki hægt að lækka í. suðar alveg í hausnum á mér. Reyni að vera með heddfón í eyrunum á meðan ég er hérna. Það getur samt verið pirrandi þegar herbergisfélaginn minn er að reyna að tala við mig. Held hún sitji oft og tali við mig án þess að ég heyri í henni. Þetta er semsagt hvimleitt vandamál. Kemur út eins og ég sé argasti dóni með prik uppí rassgatinu þegar ég svara henni ekki þegar hún talar við mig. Sem er auðvitað ekki tilfellið..
Í hádeginu fór ég í stelpnaboð hjá Hrafnhildi. Hitti líka Sunnu og Kollu. Borðuðum brauð með osti og grænt te með engri mjólk í. Hún var útrunnin. Alltaf gaman að hitta stelpurnar :o) Á eftir ætla ég á meistaraprófs fyrirlestur um myndun og mótun Rangárvalla og í kvöld ætla ég að hitta bekkjarsystur mínar í saumaklúbbi. Nú ætla ég að fá mér kaffi svo mér hlýni. Nóg að gera..

One thought on “Kalt

  1. Oh, það er svo gaman að hitta vinkonur sínar, það er eitt af því sem ég sakna að heiman, að sitja yfir kaffi og góðu spjalli. Skemmtu þér vel, kv. Svanf´riður

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *