On the road again..

Er að pakka fyrir ferðina á morgun með Bítlana á shuffle (happiness, is a warm gun, úúúúú.. ó je). Ég er að deyja úr spenningi. Sumum þætti kanski skrítið að ég væri svona spennt fyrir að fara á stað sem ég er búin að vera með annan fótinn á og oft báða alla ævi. Var síðast fyrir austan mánaðarmótin ágúst-september svo það er ekkert rosa langt síðan ég var þar síðast. Samt er ég með fiðrildi í maganum yfir þessari ferð enda er ég að fara að gera svo svaka margt skemmtilegt! Það er ekki spáð neinu svaka fínu veðri. Snjókoma/slydda/rigning, hiti við frostmark og rok. Ekkert slakandi ferðaveður. Issssssssss ég nenni ekki að hafa áhyggjur af því. Hef örugglega upplifað það verra. Erum allavega á glænýjum vetrardekkjum í þetta skiptið so We’ve got the upper hand, so to speak ;o)
Byrja morgundaginn á því að skutla Pésa í vinnuna, klára svo að pakka, fer svo í ræktina klukkan 10 og svo ætla ég að fara í búð og kaupa belti handa Pésa (hann er orðinn svo mikill mjóni að gamla beltið hans sem hann er búin að eiga í næstum áratug er hætt að virka, og ekki viljum við að hann missi buxurnar niðrum sig í miðjum ræl á ballinu!) Svo, fyrst ég er á búðarrápi, ætla ég að finna mér kanski fínan hlýrabol til að vera í og kanski hálsmen líka og eyrnalokka og nýtt púður og augnskugga og algjörtpæjugloss og og og.. nei nei, það verður ekkert svoleiðis.. ekkert svoleiðis sko.. hmm.. ha?

3 thoughts on “On the road again..

  1. alltaf gaman að lessa þetta blogg 😉 feginn að ég sé ekki með svona hehehe 😛 en núna vill ég fara heyra frá hinu kvikindinu sem býr þarna í Engjaseli 29 😀 hann er orðinn frekar þögull upp á síðkastið… ekki að það sé eitthvað leiðinlegt að lesa það sem Heiða skrifar… þvert á móti 😀 hehehe ég veit að þetta hljómar ekki vel en langar líka að heyra eitthvað í kjellinum 😉

    Kv. Strákurinn í Borgarnesi (AKA Brynjar)

  2. Ég er sammála þér Brynjar, Pésalingur er ekki sá duglegasti í blogginu..
    Hrafnhildur ég keypti mér sko rosaflottan grænan hlýrabol og hálsmen – er algjör pæja 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *