Monthly Archives: October 2005

3000 lög

Jæja, nú er ég búin að hlusta á 3000 lög í tölvunni minni síðan ég skráði mig á audioscrobblerinn 5. júní síðastliðinn. Þá er við hæfi að líta aðeins yfir farinn veg, líta um öxl, líta til beggja hliða og skoða hvað ég er búin að vera að hlusta á..

Uppáhaldshljómsveitir:

  1. U2 – 469 hlustanir
  2. The White Stripes – 182 hlustanir
  3. Damien Rice – 165 hlustanir
  4. The Arcade Fire – 140 hlustanir
  5. Franz Ferdinand – 121 hlustanir
  6. Nick Cave and the Bad Seeds – 118 hlustanir
  7. Antony and the Johnsons – 94 hlustanir
  8. Belle and Sebastian – 81 hlustanir
  9. Coldplay – 74 hlustanir
  10. Keane – 73 hlustanir

Uppáhaldslög:

  1. The Arcade Fire – Neighborhood #1 (Tunnels) – 22 hlustanir
  2. Coldplay – Fix You – 20 hlustanir
  3. Damien Rice – Delicate – 19 hlustanir
  4. The White Stripes – My Doorbell – 19 hlustanir
  5. The Arcade Fire – Crown of Love – 18 hlustanir
  6. U2 – Yahweh – 18 hlustanir
  7. Antony and the Johnsons – Hope There’s Someone – 18 hlustanir
  8. U2 – Running to Stand Still – 17 hlustanir
  9. The Arcade Fire – Wake Up – 17 hlustanir
  10. The White Stripes – Blue Orchid – 16 hlustanir

Þar hafið þið það.. þetta er skemmtilegt. Vá hvað ég skrifaði oft hlustanir 🙂

Hlutleysi?

Réttað verður yfir Saddam Hussain í dag, í réttardómstóli sem Bandaríkjamenn bjuggu til. Kúrdi verður forseti dómsins.. Hlutlaus dómstóll?
Ekki svo að segja að ég hafi einhverja samúð með Saddam eða fyllist ekki viðbjóði þegar ég hugsa til þess hvað hann hefur á samviskunni.. . Finnst samt að réttarkerfi eigi að vera réttlát og hlutlaus fyrst þau eru á annað borð notuð. Kúrdi getur aldrei verið hlutlaus þegar réttað er yfir manni sem framdi þjóðarmorð á Kúrdum.. eins geta Bandaríkjamenn ekki verið hlutlausir þar sem þeim liggur mikið á að réttlæta eigin glæpi í Írak og helst beina atthygli fólks að öðrum krimma. Þetta er spilltur heimur.
Ég er farin í ræktina :o)

Goðan dag

Ég er mætt fyrir allar aldir í skólann. Búin að skultla Pésa í vinnuna. Bíllinn minn er aleinn á bílastæðinu fyrir utan, það er enginn annar í húsinu. Frekar skrítið að vera alein í svona stóru húsi. Ég hefði nú haldið að það væru allavega nokkrir mættir klukkan sjö, en ekki er því að heilsa.. Ég bíð bara eftir því að löggan komi og tékki á þessu, myndi alveg toppa það ef ég hefði sett eitthvað öryggiskerfi í gang. Vonum ekki.

myndbloggavesen

Ég er búin að vera að reyna að myndblogga með símanum mínum í allan dag og það virkar ekki. Fattaði þá að ég hef ekki myndbloggað síðan við breyttum um útlit á kúrbítnum og byrjuðum að nota eitthvað svona beiski templít frá blogger í staðinn fyrir mitt fagurhannaða templít sem við notuðum áður. Var eitthvað að skoða stillingarnar en fann ekki neitt hvað getur verið að. skiliddiggi. Er skráð hjá hexíu púnktur net.. en færslurnar koma ekki einusinni þangað inn. kann einhver eitthvað? verð að geta myndbloggað með geggjaða pæjusímanum mínum!

þreyttir vöðvar…….

Fór í leikfimi í morgun. Það var þrektími, lóð og lyftur og beygjur allskonar. mjög skemmtilegt sko, en afskaplega erfitt. Ég er ótrúlega þreytt. Langar að fara í bað.. með einhverju æðislegu svona ilmolíudóti, bað sem er þægilegt að liggja í (semsagt ekki mitt bað), bað sem verður ekki kalt eftir 5 mínútur, kertaljós og Damien Rice í græjunum.. maður lifandi hvað það væri æðislegt! En þetta eru auðvitað bara draumórar í mér. Ég fer kanski í bað í kvöld, sem er óþægilegt að liggja í, með engu ilmolíudóti, sem verður strax kalt.. og hlusta á damien rice við kertaljós 🙂

Rokkarar

Þetta finnst mér alveg mögnuð frétt! klikkaðir rokkarar hér á ferð, til í allt og við öllu búnir hehehehe æjæj..

Ég er andlaus að reyna að læra. Eins og það gekk vel í gær og ég skrifaði eins og vindurinn kemur ekki stafur upp úr mér í dag. þetta jafnast semsagt út í tvo meðaldaga.. góða helgi 🙂