Monthly Archives: October 2005

I saw you in the curve of the moon

Jæja kæru gestir. Þá er komið að því sem við höfum öll verið að bíða eftir. Allavega ég .. já og Pétur. Hin stórglæsilega smáskífa All because of you með snillingunum í U2 er komin út! Hún er gefin út í tveimur geisladiskum og dvd diski og innheldur svo mikið stórkostlegt efni að ég má vart til þess hugsa.. t.d. Nýja útgáfu af Miss Sarajevo sem var tekið upp á tónleikunum á San Siro í sumar. Ef það var eitthvað í líkingu við það sem við sáum á Parken.. Pavarotti Smavarotti, þú hefur sko ekkert í Bono :o) ég fæ bara gæsahúð! Ég verð að eignast þessa smáskífu. Í dag. Vona að hún sé komin hingað á skerið. Það hlýtur að vera.. (krossa putta allir saman).
Annars er bara nóg að gera í dag.. Hreyfing, skólinn, þinglýsa, kaupa smáskífu.. Plííííís vera til!

WC

Usssummmsusss hvað það er langt síðan ég bloggaði eitthvað. Þetta er bara svona. Stundum dettur maður í einhvern dvala og nennir ekki að skrifa neitt. Svo er maður bara búinn að vera of upptekinn í vinnu eða að hanga í einhverjum tölvuleikjum. Vorum að versla okkur Black & White 2 sem er alveg rosalega magnaður. Magnað hvað menn geta fengið góðar hugmyndir.
Var að vinna um helgina. Gekk fínt. Ekki mikið að gera svosem…nema hvað…hvernig er það eiginlega…það er eins og sumir gaurar fatti ekki hvernig klósett virka. Ég er að spá í að halda námskeið. “Klósettfræði fyrir byrjendur” (Lærðu að skíta með reisn) Það verður biluð mæting.

White Stripes

Ég er orðin mikill White Stripes aðdáandi. Mér finnst þau frábær! Nýja platan þeirra, Get behind me Satan er alveg frábær. vex og vex með hverri hlustun. Ég er að hlusta á hana í þessum töluðu orðum… Ég sá tónleika með White Stripes (eða tónleikabrot öllu heldur) og mér fannst þau svo geggjuð að ég var næstum bara orðlaus af hrifningu. Einhverntíma ætla ég að kaupa mér trommusett og verða jafn kúl og Meg White. Ég og Pési stofnum bara hljómsveit. Hann getur alveg lært að glamra á gítar. Við verðum sko ótrúlega flottar rokkstjörnur….

Kalt

Já, mér er kalt. Það er alltaf kalt á þessari skrifstofu. Ég er samt í jakkanum og allt! Svo dynur líka í rigningu á þakglugganum. Þannig að ég reikna með að það sé rigning úti. Það er líka hávaði í þessari skrifstofu. Það er eitthvað fjárans loftræstidæmi hérna sem er ekki hægt að lækka í. suðar alveg í hausnum á mér. Reyni að vera með heddfón í eyrunum á meðan ég er hérna. Það getur samt verið pirrandi þegar herbergisfélaginn minn er að reyna að tala við mig. Held hún sitji oft og tali við mig án þess að ég heyri í henni. Þetta er semsagt hvimleitt vandamál. Kemur út eins og ég sé argasti dóni með prik uppí rassgatinu þegar ég svara henni ekki þegar hún talar við mig. Sem er auðvitað ekki tilfellið..
Í hádeginu fór ég í stelpnaboð hjá Hrafnhildi. Hitti líka Sunnu og Kollu. Borðuðum brauð með osti og grænt te með engri mjólk í. Hún var útrunnin. Alltaf gaman að hitta stelpurnar :o) Á eftir ætla ég á meistaraprófs fyrirlestur um myndun og mótun Rangárvalla og í kvöld ætla ég að hitta bekkjarsystur mínar í saumaklúbbi. Nú ætla ég að fá mér kaffi svo mér hlýni. Nóg að gera..

CDs


Við gerðumst svo djörf að kaupa okkur tvo geisladiska um helgina. Af nógu var að velja, margt langaði okkur í. Fyrir valinu urðu þó tveir frábærir diskar! Funeral með Arcade Fire og O með Damien Rice. Þvílík hamingja að vera loksins búin að eignast þá. Þeir taka sig sérlega vel út í hillunni :o)
Ég hef þvi miður ekki alltaf gert svona góð kaup í geisladiskum. Nokkur hafa verið sérlega slæm. Helst ber að nefna Up með Right Said Fred sem ég keypti mér í kaupfélaginu þegar ég var 14-15 ára og átti allt of mikið af peningum eftir mikla vinnu í humri.. Nú sé ég virkilega eftir þeim peningum. Að vísu gat ég notað hann einu sinni í einhverju skemmtiatriði á þorrablóti en síðan hefur hann ekki farið í spilarann. Eins ber að nefna hörmulegan disk með Spin Doctors sem nefnist Pocket full of kryptonite sem ég keypti á svipuðum tíma. Mjög leiðinleg tónlist á þeim diskinum. Skil ekki afhverju ég keypti hann, hlustaði aldrei á hann.. átti bara svo mikið af humarpeningum örugglega.. Mér til mikillar gleði síðarmeir á ævinni komst ég að því að Pétur hafði líka keypt sér hann svo nú eigum við tvö eintök!
Fyrsti geisladiskurinn sem ég keypti mér á ævinni var skemmtilegur. Það var Hysteria með Def Leppard með hinu guðdómlega vangalagi Love Bites. Vá hvað ég hlustaði mikið á það lag. Held ég hafi verið 13 ára þegar ég keypti þennan disk og það kemur fyrir að ég hlusta á hann enn í dag.. kanski ekki oft samt.