Jólaskap og Kitl

Ég held að ég sé að komast í jólaskap. Loksins. Yfirleitt er ég komin í mikið jólaskap bara strax í byrjun desember en þetta árið hefur það eitthvað láttið á sér standa. Jólaskapið kom í gær þegar ég keypti mikilvægustu jólagjöfina, handa Pétri. Við erum annars búin að kaupa eitthvað af gjöfum, búin að skrifa jólakort, búin að hengja upp seríur, búin að búa til jólakonfekt, búin að baka piparkökur og alskonar annað jóla.. tíu dagar til stefnu. Ég hlakka mikið til, sérstaklega þegar Pétur opnar pakkann sinn frá mér. Hlakka líka til að fara að kaupa jólatré. Við höfum hingað til alltaf keypt íslenskt rauðgreni, svona sem missir allar nálarnar vel fyrir áramót. Í fyrra keyptum við frekar lítið og væskilslegt tré, svolítið vanskapað í laginu, algjört grey. Okkur fannst það langflottast!

Elías bróðir kitlaði mig. Hér kemur það:

Fimm hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
– Fara í heimsreisu
– Giftast Pésa
– Eignast barnabörn
– Spjalla við Bono yfir góðum kaffibolla
– Geta gert 50 armbeygjur (venjulegar)

Fimm hlutir sem ég get:
– Gert 25 armbeygjur (á hnjánum)
– Verið ein með sjálfri mér án þess að leiðast
– Eldað góðan mat
– Hlustað endalaust á tónlist
– Borðað súkkulaði

Fimm hlutir sem ég get ekki:
– Notað tannstöngla úr tré
– Munað að loka á eftir mér
– Horft á auglýsingar í sjónvarpi
– Staðið kyrr
– Hallað mér yfir svalahandriðið

Fimm uppáhalds frægar persónur sem heilla mig:
– Bono
– The Edge
– Larry Mullen jr.
– Adam Clayton
– Nick Cave

Fimm orð/setningar sem ég segi oft:
– Hvað eigum við að hafa í matinn?
– æh, skiluru hvað ég á við?
– Einmitt
– Sko
– Ég elska þig

Fimm hlutir sem ég sé núna:
– Bósi Ljósár
– Stúdentshúfan mín
– Blómstrandi jólakaktus sem Kolla gaf mér í fyrra
– Gamalt strá
– Morgunverðardisk og glas sem ég á eftir að vaska upp

Þannig var nú það. Ég ætla að kitla Pétur, Kollu, Björninn, Helgu og Freyju.

One thought on “Jólaskap og Kitl

Leave a Reply to björn görn Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *