Nýtt ár

Við erum komin heim úr okkar árlega áramótaferðalagi til Hornafjarðar. Þetta skiptið var bara þokkalega auðvelt að ferðast á milli, engin ömurleg færð eða ömurlegt veður. Vel heppnað ferðalag í alla staði. Æðislegt að eyða áramótunum hjá mömmum og pöbbum og systkinum.. Það er best í heimi að vakna á Hraunhólnum á nýársdag, kíkja út fyrir, horfa á Ketillaugarfjall og anda að sér fersku Nesjaloftinu. Toppar það ekkert!
Næst á dagskrá er að rétta úr sér og finna rútínuna..

Svo óska ég henni tengdamömmu minni til hamingju með afmælið í dag!

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *