áður en ég fer að tala um það sem ég ætlaði að tala um þá verð ég bara að segja ykkur hvað mér finnst svakalega pirrandi, í þessum blogger í safari vafranum, að get ekki gert kommur yfir stafina í titlinum. þetta er samt það eina sem ég er ekki sátt við í þessum vafra. hann er annars æðislegur. titillinn á þessari færslu er semsagt ígs!
ástæðan fyrir því er að ég er heltekin yfir bókinni sem ég er að lesa. Deception point eftir Dan brown. Svaka spenna, hellingur af vísindum. gerist á jökli og það eru jöklafræðingar og borkjarnar og allskonar jöklavísindi sem spinnast inní mjög spennandi sögu um pólitík í bandaríkjunum og NASA og allskonar. mjög skemmtilegt. Ég sofnaði mjög seint í gærkvöldi, bara vegna þess að ég gat ekki hætt að lesa. Ég þurfti að neyða sjálfa mig til að loka bókinni og slökkva ljósið. það var mjög erfitt. Gaman þegar tvö áhugamál koma svona saman í eitt. mjög skemmtilegt.
Ég er annars að fara á Foldu-fyrirlestur núna í hádeginu og er að verða of sein..
bæb
þetta hafa menn upp úr því að nota djönk hugbúnað!
Safari er langbesti browser sem ég hef prófað i livet! miklu betri en firefox og explorer og opera og hvað þetta heitir allt, ekki það að þú hafir eitthvað vit á því björn görn .. blogger er samt soldið að skíta á sig, ég væri alveg til í að skipta því út fyrir eitthvað annað merkilegra..