langur tími enginn sjór..

Komiði sæl og blessuð
Vona að allir séu hressir hér. Ég er nokkuð hress, þrátt fyrir smáveigis hausverk sem vakti mig fyrir allar aldir í morgun. Það var allt í lagi.. enda löngu orðið bjart og sólin farin að skína. Mér hefur alltaf fundist svo asnalegt að þurfa að sofa þegar það er bjart úti á sumrin. Vildi eiginlega að Íslendingar gætu sofið bara þegar það er dimmt. Þá væri allt svo miklu auðveldara. Maður þyrfti ekki að dragast á lappir á desembermorgni langt fyrir dagrenningu og fara að sofa aftur um miðja nótt. Eins myndi maður ekki sofa af sér hálfan daginn á sumrin. Fínnt að sofa bara á meðan það er myrkur. Mér finnst það meika meiri sens..
Allavega.. Þetta er skemmtilegur árstími. Gróður að vakna og sólin man eftir að skína á okkur. Mér finnst þetta frábær árstími, fyrir utan einn stóran galla. Flugurnar eru að vakna. Mér hefur alltaf verið meinilla við flugur. Sérstaklega þær sem koma inn til mín. Það er eitthvað við fljúgandi kvikindi inni í lokuðu rými sem fer illa í mig. Þau fljúga svo nálægt manni. Bera enga virðingu fyrir persónulegu rými, geta klesst á mig. Hef tildæmis aldrei fundist neitt skemmtilegt við páfagauka. Sérstaklega ekki þá sem mega vera lausir inni. Mér finnst ekkert sætt þegar þeir setjast á axlirnar á fólki og finnst það ekki eftirsóknarvert sjálfri að hafa páfagauk á öxlinni. Mér finnst samt fuglar yndislegir (páfagaukar undanskildir), hlakka alltaf til að sjá vorboðana og fer yfirleitt í marga bíltúra og göngutúra til að kíkja á þá.. Það er allt annað mál ef þessi fljúgandi fyrirbæri eru úti. Þá hafa þau allan himinnin til að fljúga í.. miklu minni líkur á að þau klessi á mann!
Er búin að henda einni flugu út í morgun.. já já..

2 thoughts on “langur tími enginn sjór..

  1. Svona er þessar blessuðu flugur!!! Það er alveg extra-tyggjó pirrandi þegar maður er að fara að sofa og er búinn að slökkva ljósin og svona kominn upp í rúm og sængin orðin heit og allt orðið notalegt, en viti menn það er alveg FEIT húsfluga sem veit ekkert hvert hún er að fara og er að klessa á gluggan alveg endalaust hátt!!! Ég þekki þetta af eigin reynslu og ekki skemmtilegt það nei nei…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *