Letingi

Þetta eru nú meiri leiðindin alltaf í þessu sjónvarpi.
Það er bara allt leiðinlegt. Eru ekki allir komnir með leið á Raymond? Það er ég, fyrir löngu! Svo fer hann svo í taugarnar á mér þessi rauðhærði í CSI Miami. Svo var einhver bikarleikur í handbolta sem ég nennti ekki að horfa á.. Það er líka tómur sori á þessum sirkús.
Ég hefði auðvitað getað staðið upp og sleppt því að horfa á sjónvarpið. En ég er allt of löt til þess í kvöld. Mér er illt í bakinu. Pétur er búinn að vera á húsfundi í tvo klukkutíma að tala um garðdaginn sem er framundan. Voða tíma tekur þetta! Ég nennti ekki að fara. Eins gott að það hafi ekki verið kökur..
Æh hvað ég á bágt í letinni..

2 thoughts on “Letingi

  1. Úr því að Raymond þættirnir hafa sungið sitt síðasta þá eru þeir endursýndir á hverjum degi á 2 eða 3 stöðvum hér..ég er komin með nett ógeð. Friends eru endursýndir á þremur stöðvum,þrisvar sinnum á dag og ég fer að fá nett ógeð á þeim líka. Judgin Amy og gamlir ER þættir eru endursýndir 4 klukkutíma á dag, hvern dag á einni stöðinni hérna. Svo missi ég alltaf af nýju þáttunum þegar þeir eru frumsýndir. Ég er líka komin með nettan leiða á því..en ég vonandi næ nýjast þættinum með ER í kvöld. Vonandi kom Pési með kökur fyrir þig af húsfundinum.

  2. sjónvarpið er greinilega meingallað allstaðar. og nei, það voru engar kökur á húsfundinum, en nýi nágranninn er víst skemmtilegur 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *