Gaman í vinnunni

Þetta getur verið ansi skemmtielgt djobb.
Túristar eru mjög misjafnir og skiptist það ekkert eftir þjóðernum eins og svo margir segja. Allavega hefur það ekki verið mín reynsla. Ég hef rekist á marga skemmtielga þjóðverja til dæmis. Sumir túrstar eru ótrúlega sjálfbjarga og redda öllu sínu sjálfir. Hafa allar uopplýsingar á hreinu. Aðrir eru ótrúlega ósjálfbjarga og það þarf að gefa þeim mikla þjónustu, gera allt fyrir þá.
Hjá mér áðan voru tveir ítalskir stúdentar. þeir voru örugglega í ósjálfbjarga hópnum. Þeir vissu eiginlega ekki neitt. Voru ekki búnir að kynna sér neitt hvað er í boði á svæðinu og ekki búnir að skoða hvar þeir ætluðu að gista. Þeir skildu til dæmis ekki afhverju það var eitthvað mál að fara í ferð til Kverkfjalla, hvort þeir gætu ekki bara farið sjálfir á jeppa, og skildu samt eiginlega ekki hvað væri að sjá þar. Ég var eitthvað að útskýra fyrir þeim allan jarðhitan og eldstöðvarnar undir jöklinum og hvernig hægt væri að sjá þessar miklu andstæður hita og kulda í Kverkfjöllum. Þeir héldu þá að það væri bara stanslaust eldgos og goshverir út um allt og vildu endilega sjá það!
Þeir voru með póstkort af einhverjum íshelli og spurðu mig hvernig þeir gæti farið í þennan helli og hvort það væri ekki hótel hjá þessum íshelli því hann væri svo flottur. Þeir voru ekki alveg að skilja að jökull er ís sem bráðnar..
Ég kynnti þeim að lokum hvað væri í boði og gat á endanum bókað fyrir þá tvennskonar ferðir á jökul og gistingu í tvær nætur. Þeir héldu samt í alvörunni að þeir myndu sjá bara allt sem er á öllum póstkortum og myndum í einni þriggja klukkustunda ferð..
æh greyin. þeir voru agætir. Mjög kurteisir og mikið fyrir snertingu. Alltaf að taka í hendina á mér og klappa mér og þakka mér fyrir.. Soldið skrítnir, en ágætir. Fóru mjög ánægðir út og spenntir fyrir næstu dögum.

4 thoughts on “Gaman í vinnunni

  1. hehehe snilld 😀 það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur verið miklir kjánar 😀 ég vill líka benda á þetta með að jökullinn er náttla skriðjökull og er alltaf að breytast. þannig að svona hellar eru ekki langlífir 😀 en ég hef komið í einn 😉

  2. þessir sömu kjánar biðu mín svo fyrir utan þegar ég mætti í vinnuna daginn eftri. Þeir höfðu sko týnt myndavélinni sinni einhverstaðar fyrir austan en vissu ekki alveg hvar eða hvað staðirnir þar sem þeir voru hétu. ég átti semsagt að finna út úr því..

  3. Og fannst myndavélin? Finnst þér þetta samt ekki gaman? Eins og þetta getur orðið þreytandi starf til lengdar þá er þetta mjög gaman líka eins og þú ert að segja.
    p.s til hamingju með afmælið Amalía.

  4. Tilætlunarsemin 😀 eins og þú vitir bara hvar þessi myndavél er útaf því að þú ert íslendingur 😀 hehe 😉

Leave a Reply to Ameríkufari segir fréttir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *