Pestókjúklingur

Þetta þarftu: 4-5 vel þroskaða tómatar, 4 msk pestó (venjulegt grænt), skvettu af ólífuolíu (extra virgin, 1/2 dl rauðvín, 2 kjúklingabringur (skinn- og beinlausar) og 50-75g fetaost.

Svona gerirðu: Hitið ofnin í 200°C. saxið tómatana frekar smátt og setið þá í eldfast mót. Hrærið svo 1 msk af pestói, ólífuolíu og rauðvíninu saman við og saltið og piprið. Ýtið svo tómötunum út til hliðanna. Smyrjið kjúllann á báðum hliðum með afgangnum af pestóinu og setjið hann svo í miðjuna á fatinu. Fetaosturinn er svo mulinn yfir allt saman og rétturinn bakaður í ofni í svona 20mín eða þangað til að kjúklingurinn er steiktur í gegn.

Að lokum: Þetta er svaka góður kjúklingur og ótrúlega einfalt að elda hann. Uppskriftin er upprunalega fengin úr Gestgjafanum en í hvert skipti sem ég elda hann prófa ég eitthvað nýtt. Haf til dæmis bætt við ólífum og furuhnetum, líka papriku og bara allskonar. Þetta er sérlega góður réttur í rómantískan kvöldverð fyrir tvo því svo drekkur maður auðvitað afganginn af rauðvíninu með. Ef þið eruð í stuði þá er gott að borða nýbakað brauð með þessu og mæli ég þá auðvitað með Massa brauði Kollusætu :)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *