hóst-hóst og AAtsjú!

Kvef hefur einkennt síðustu daga svo um munar. Ég er búin að vera stíbbluð og með hálsbólgu og hita og hósta síðan á fimmtudaginn. Það er auðvitað mjög leiðinlegt og pirrandi að vera með svona kvefpestir en það sem pirrar mig mest er að ég er búin að missa af tveimur leikfimitímum vegna þessara skemmtilegheita. Er semsagt ekki búin að fara í leikfimi síðan á þriðjudaginn! Á örugglega eftir að verða búin á því eftir tímann á morgunn.. örugglega allt þol búið að hóstast úr mér. kemur í ljós..

Það er ekkert að frétta skemmtilegt frá atvinnuleitinni. Ekkert spennandi að gerast í því. Erfitt að vera þolinmóð. Verð að fara að setja eitthvað svakalegt trukk í þetta og opna hugann fyrir einhverju sem ég er kanski ekki að fatta að sé fyrir mig. Hugsa út fyrir kassann. hehehe eða eitthvað svoleiðis :o)

Á laugardaginn fór ég í brúðkaup Bríetar og Steins. Þau semsagt giftu sig í Skálholtskirkju í skínandi blíðu á laugardaginn og buðu svo til veislu í Víkingaskálanum í Ölfusi. Það var sko mjög gaman. Við fórum saman stelpurnar úr bekknum. Þekktum engan nema brúðhjónin, en náðum samt að skemmta okkur svakalega vel. Dýrindis kræsingar á borðum og ein besta súkkulaðikaka sem ég hef á ævinni smakkað og rjómi og berjasósa með henni! sleeeeeeeeeef hvað hún var geggjuð. Svo var dansað.. sem betur fer því ég er í átaki sko :o)

Jæja.. best að fara að þrífa sameigning. yeah!

3 thoughts on “hóst-hóst og AAtsjú!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *